Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. nóvember 2020 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Norðmenn gætu gefið báða Þjóðadeildarleikina
Erling Braut Haaland og Alexander Sörloth leiða sóknarlínu norska landsliðsins.
Erling Braut Haaland og Alexander Sörloth leiða sóknarlínu norska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Norska landsliðið gæti þurft að gefa báða Þjóðadeildarleiki sína í landsleikjahlénu eftir að heilbrigðisráðuneytið tilkynnti að landsliðshópurinn ætti að halda sig heima.

Norðmenn eiga eftir að spila síðustu tvo leiki Þjóðadeildarinnar, útileiki gegn Rúmeníu og Austurríki. Þetta eru gífurlega mikilvægir leikir fyrir landsliðið sem er í harðri baráttu við Austurríki um efsta sæti riðilsins í B-deild. Efsta sætið gefur þátttökurétt í úrslitakeppni um sæti á HM 2022.

Sigur í síðustu tveimur leikjunum myndi því gera Norðmönnum kleift að berjast um sæti á HM, auk þess að fleyta liðinu upp um deild í Þjóðadeildarkerfinu.

Norska knattspyrnusambandið hefur sent bréf til heilbrigðisráðherra þar sem hann er beðinn um að endurskoða málið. Í bréfinu er m.a. útskýrt fyrir heiblrigðisráðherra hvernig landsliðshópurinn mun takmarka smithættu í ferðalaginu og þá er gert grein fyrir afleiðingunum fyrir landsliðið og norska knattspyrnusambandið ef leikirnir tveir verða gefnir.

Norska landsliðið ætlar að fylgja reglum UEFA og gera allt í sínu valdi til að mæta til leiks.
Athugasemdir
banner
banner