Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 11:21
Brynjar Ingi Erluson
Trent ætlar ekki að ræða samningamálin í fjölmiðlum
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, segist ekki ætla að ræða samningamálin í fjölmiðlum.

Englendingurinn verður samningslaus eftir tímabilið en hann hefur verið orðaður við spænska stórliðið Real Madrid síðustu mánuði.

Samkvæmt enskum miðlum hefur Liverpool verið í viðræðum við leikmanninn en hann er sagður hafa hafnað nokkrum tilboðum frá félaginu.

Sky Sports spurði Trent út í stöðuna sem vildi lítið tjá sig um viðræðurnar.

„Ég hef verið hjá félaginu í 20 ár. Ég hef framlengt fjórum eða fimm sinnum við félagið og þær viðræður fóru aldrei í opinbera umræðu. Það sama á við um þessar viðræður,“ sagði Trent.

Varnarmaðurinn segir markmiðið að vinna fullt af titlum á þessu tímabili.

„Að vinna marga titla. Það er stigið sem við erum á akkúrat núna og sýnt að við erum færir um að gera, að vinna bestu lið heims,“ sagði Trent.
Athugasemdir
banner