Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. janúar 2020 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sky: Er í London til að ná í Giroud og Eriksen
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Piero Ausilio, stjórnarmaður Inter, í London þessa stundina.

Hann er sagður ætla að hitta menn frá Tottenham og Chelsea til að klára viðræður við félögin en Inter vill fá einn leikmann frá hvoru félagi.

Inter hefur boðið 8,5 milljónir punda í Christian Eriksen hjá Tottenham en hann rennur út á samningi í sumar. Tottenham er sagt vilja tvöfalda þá upphæð.

Samkvæmt Sky á Ítalíu er Olivier Giroud, framherji Chelsea, búinn að ná samkomulagi við Inter en félagið á eftir að ná samkomulagi við Chelsea um kaupverð leikmannsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner