þri 15. júní 2021 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spurs berst við Liverpool um krafta Pellegrini
Mynd: Getty Images
Tottenham er sagt hafa mikinn áhuga á því að fá Lorenzo Pellegrini frá Roma í sínar raðir.

Fyrr í sumar var sagt frá því að Liverpool hefði boðið 26 milljónir punda í leikmanninn.

Það er Daily Express sem greinir frá áhuga Tottenham á ítalska miðjumanninum.

Pellegrini er 24 ára og varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum og tekur því ekki þátt í EM með ítalska liðinu. Gaetano Castrovilli var kallaður upp í landsliðshópinn í stað Pellegrini.

Lorenzo skoraði ellefu mörk og lagði upp níu í öllum keppnum á liðinni leiktíð með Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner