Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 15. júlí 2020 10:25
Magnús Már Einarsson
Morðingi bróður Aurier gaf sig fram við lögreglu
Meintur morðingi Christopher Aurier hefur gefið sig fram við lögreglu í Toulouse í Frakklandi.

Hinn 26 ára gamli Christopher er bróðir Serge Aurier, varnarmanns Tottenham, en hann var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í Toulouse klukkan 5 aðfaranótt mánudags.

Sá sem skaut hann hljóp af vettvangi en gaf sig síðan fram við lögreglu í gærkvöldi og játaði á sig morðið.

Franskir fjölmiðlar segja að morðið tengist ástarmálum.

Christopher Aurier spilaði með Toulouse Rodeo í fimmtu efstu deild í Frakklandi. Árið 2011 var hann til reynslu hjá Brentford á Englandi en fékk ekki samning.
Athugasemdir
banner