Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. júlí 2021 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Kórdrengir og Grótta unnu nýliðaslagina
Lengjudeildin
Davíð skoraði sigurmark Kórdrengja eftir fast leikatriði.
Davíð skoraði sigurmark Kórdrengja eftir fast leikatriði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta lagði Fjölni.
Grótta lagði Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnór Gauti gerði tvö fyrir Aftureldingu.
Arnór Gauti gerði tvö fyrir Aftureldingu.
Mynd: Raggi Óla
Það voru þrír leikir að klárast í næst efstu deild karla. Kórdrengir, sem eru nýliðar í deildinni, eru aðeins einu stigi frá öðru sæti deildarinnar.

Það má segja að það hafi verið tveir nýliðaslagir í kvöld.

Kórdrengir fóru á Selfoss en bæði þessi lið komu upp úr 2. deild fyrir þessa leiktíð.

Það var hart barist og fátt um færi. Á 78. mínútu skoraði Davíð Þór Ásbjörnsson markið sem skildi liðin að. Hann skoraði af miklu harðfylgi eftir aukaspyrnu.

Kórdrengir eru núna aðeins einu stigi frá ÍBV í öðru sæti. Kórdrengirnir hafa verið mjög seigir í stigasöfnun í sumar og eru í bullandi toppbaráttu. Á meðan er Selfoss í bullandi fallbaráttu. Þeir eru tveimur stigum frá fallsæti.

Hinn nýliðaslagurinn fór fram á Seltjarnarnesi. Þar mættust liðin sem féllu úr Pepsi Max-deildinni í fyrra; Grótta og Fjölnir.

Þar var einnig frekar bragðdaufur fyrri hálfleikur og komu mörkin í seinni hálfleiknum. Guðmundur Karl Guðmundsson kom Gróttu yfir með sjálfsmarki um miðbik seinni hálfleiks og ekki löngu síðar bætti Kristófer Melsted við öðru marki fyrir Gróttu. Virkilega vel gert hjá honum, flott mark.

„Viktor sprettir upp vinstri kantinn og á lága sendingu inní en þar kemur Helgi á ferðinni og setur hann í fjærhornið," skrifaði Hafþór Bjarki Guðmundsson í beinni textalýsingu þegar Helgi Snær Agnarsson minnkaði muninn fyrir Fjölni en lengra komust þeir ekki og lokatölur 2-1.

Grótta er núna fyrir ofan Fjölni. Bæði lið eru með 17 stig - í fimmta og sjötta sæti - en Grótta er með betri markatölu.

Afturelding kom til baka og skoraði sex
Víkingur Ólafsvík komst yfir gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld. Það er ekki annað hægt að segja en að Afturelding hafi svarað því vel.

Arnór Gauti Ragnarsson kom Aftureldingu yfir fyrir leikhlé með tveimur mörkum. Aron Elí Sævarsson gerði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Pedro Vazquez Vinas, Kristófer Óskar Óskarsson og Hafliði Sigurðarson komu Aftureldingu í 6-1 á síðustu 20 mínútum leiksins.

Lokatölur 6-1 fyrir Aftureldingu sem er núna sjöunda sæti með 16 stig. Ólsarar eru á botninum með aðeins tvö stig. Það er allt útlit fyrir að þeir spili í 2. deild að ári.

Afturelding 6 - 1 Víkingur Ó.
0-1 Jose Javier Amat Domenech ('8 )
1-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('24 )
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson ('38 )
3-1 Aron Elí Sævarsson ('49 )
4-1 Pedro Vazquez Vinas ('70 )
5-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('85 )
6-1 Hafliði Sigurðarson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Selfoss 0 - 1 Kórdrengir
0-1 Davíð Þór Ásbjörnsson ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Grótta 2 - 1 Fjölnir
1-0 Guðmundur Karl Guðmundsson ('65 , sjálfsmark)
2-0 Kristófer Melsted ('81 )
2-1 Helgi Snær Agnarsson ('90 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit í dag:
Lengjudeildin: Jafnt í toppslagnum - Albert klikkaði á Panenka
Athugasemdir
banner
banner