sun 15. september 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola óskaði Liverpool til hamingju með titilinn
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var nokkuð hress þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 3-2 tapið gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Eftir tapið er City fimm stigum frá toppliði Liverpool, en það eru aðeins fimm umferðir búnar.

„Til hamingju Liverpool, þið eruð meistararnir," sagði Guardiola í gríni eftir tapið í gær. „Það er bara september! Við munum jafna okkur, fara til Úkraínu og koma sterkari til baka."

Flestir reikna með því að Liverpool og Manchester City berjist um titilinn, líkt og liðin gerðu í fyrra. Þá hafði City á endanum betur, munurinn var eitt stig.

Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the Day, birti í gær athyglisverða tölfræði. Fimm stiga forysta Liverpool á toppnum er stærsta forysta sem nokkurt lið hefur haft á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, frá stofnun hennar, eftir fimm leiki.

Athugasemdir
banner
banner