Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 18:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Ekki vanmeta Ronaldo
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo leikmaður Manchester United er að öllum líkindum á leið frá félaginu í janúar eftir að hann hraunaði yfir allt og alla í viðtali við Piers Morgan sem birt verður í heild sinni á morgun og fimmtudaginn.


Hann hefur m.a. verið orðaður við Newcastle, Sporting og Bayern Munchen en hann er sagður hafa fundað með þýska liðinu í síðustu viku.

Eddie Howe stjóri Newcastle hefur tjáð sig um Ronaldo.

„Hann er framúrskarandi leikmaður, ef þú skoðar markafjöldann hans í fyrra, það var stórkostlegt. Fyrir mér hefur hann staðið undir væntingum. Hann skoraði mikilvæg mörk í Meistaradeildinni. Hann er enn framúrskarandi leikmaður og það á ekki að vanmeta hann," sagði Howe.

Þessi 37 ára gamli leikmaður er nú með portúgalska landsliðinu sem mun hefja leik á HM í Katar í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner