Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. desember 2022 20:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Juventus fer í úrslitaleik - Öruggt hjá Bayern
Sara Björk var ekki með í dag
Sara Björk var ekki með í dag
Mynd: Getty Images

Bayern Munchen átti í litlum vandræðum með Rosengard í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.


Bayern var marki yfir í hálfleik og bættu þremur mörkum við í þeim síðari. Barcelona og Benfica eigast nú við í sama riðli en jafntefli eða sigur Barcelona þýðir að Bayern hefur gulltryggt sætið sitt í 8 liða úrslitum fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir Benfica.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern og lék sinn fimmtugasta leik fyrir félagið. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Rosengard sem er úr leik.

Juventus valtaði yfir Zurich 5-0 án Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem er meidd, ljóst er að liðið leikur úrslitaleik við Lyon í lokaumferðinni um sæti í 8 liða úrslitum.

Leik Juventus og Zurich seinkaði um hálftíma þar sem Allianz völlurinn í Turin var þakinn snjó.

Juventus W 5 - 0 Zurich W
1-0 Cristiana Girelli ('2 )
2-0 Lineth Beerensteyn ('25 )
3-0 Cristiana Girelli ('45 , víti)
4-0 Cristiana Girelli ('57 )
5-0 Cristiana Girelli ('59 , víti)
Rautt spjald: Irina Pando, Zurich W ('84)

Rosengard W 0 - 4 Bayern W
0-1 de Souza da Silva Tainara ('38 )
0-2 Sydney Lohmann ('66 )
0-3 Georgia Stanway ('73 )
0-4 Julia Landenberger ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner