Árni Vilhjálmsson skoraði þrennu og var hetja Al-Taraji er liðið vann 3-2 sigur á Al-Qotah í sádi-arabísku C-deildinni í gær.
Blikinn var á mála hjá ítalska félaginu Novara á síðasta leiktíð en yfirgaf félagið í sumar og flutti með kærustu sinni, Söru Björk Gunnarsdóttur, til Sádi-Arabíu.
Hann gekk í raðir Al-Taraji í október og skoraði fyrstu þrennuna með liðinu í gær.
Árni, sem er þrítugur sóknarmaður, er kominn með sex mörk síðan hann samdi við félagið.
Al Taraji er í 10. sæti í A-riðli C-deildarinnar með 19 stig eftir sextán leiki.
???? | ???? ?????? ??????? ???? ?????
— ???? ?????? ??????? (@altarajiclub) December 14, 2024
????| ????? ????????
???? | ?????? 3 ???? ?????? 2
??????| ????
???? | 1000 ????? ??????? ????? ????
#????_???????????????? pic.twitter.com/c1SjweoMxc
Athugasemdir