Spænski landsliðsmaðurinn Mikel Merino skoraði eina mark fyrri hálfleiksins í leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en það kom eftir hornspyrnu eftir tuttugu mínútna leik.
Arsenal hefur beitt öflugri hornspyrnutaktík undanfarið og hefur ekkert lið skorað fleiri mörk eftir hornspyrnur.
Martin Ödegaard kom boltanum á nærstöngina á Merino sem stangaði hann yfir Robert Sanchez í markinu.
Þetta var 27. markið sem Arsenal skorar eftir hornspyrnu síðan í byrjun síðasta tímabils, sem er tíu mörkum meira en næsta lið.
Sjáðu markið hér
Athugasemdir