Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 16. maí 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þorsteinn bjargaði þessum 3 stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var feginn eftir að liðið hans vann 1-0 heimasigur á Keflavík í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Mér líður vel, mér er létt eftir að hafa náð að vinna þetta með einu marki. Við áttum slakan fyrri hálfleik náðum ekki að skapa okkur neitt og Keflvíkingar lokuðu vel á okkur. Við vorum skömminni skárri í seinni, aðeins opnari leikur. Þeir komu framar og við vorum með vindinn í bakið þannig við áttum auðveldara með að sækja í síðari hálfleik og búa eitthvað til. Ég er bara gríðarlega feginn að hafa náð að landa sigri því þetta var hörku erfiður leikur."

Það hefur gengið illa að skora hjá Vesturbæjingum en það kom þó eitt í kvöld. En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni?

„Já það er það, við skorum 4 í fyrsta leik og síðan þá erum við búnir að vera í veseni. Skapað þónokkuð af færum í einstaka leikjum, ekki kannski í dag og síðast en í fyrstu 4 gerðum við mikið af því. Þá náðum við ekki að nýta þau nú náum við ekki að skapa þau. Þorsteinn kom inn fyrir okkur í þennan leik og bjargaði þessum 3 stigum þegar hann kom sér á fjærstöngina og skallaði inn þannig bara ánægður fyrir Steina hönd. Gott að fá hann aftur í Vesturbæjinn og það sýnir að það skiptir máli að vera með breiðan hóp og geta treyst öllum þeim leikmönnum sem ég er með."

KR náði þó að halda hreinu og það er þá eitthvað til að vera ánægður með?

„Já ég er mjög ánægður með það. Það skiptir miklu máli og við ætlum að reyna gera meira af því, því það eykur líkurnar á því að við getum unnið fótboltaleiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner