Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 16. maí 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þorsteinn bjargaði þessum 3 stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var feginn eftir að liðið hans vann 1-0 heimasigur á Keflavík í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Mér líður vel, mér er létt eftir að hafa náð að vinna þetta með einu marki. Við áttum slakan fyrri hálfleik náðum ekki að skapa okkur neitt og Keflvíkingar lokuðu vel á okkur. Við vorum skömminni skárri í seinni, aðeins opnari leikur. Þeir komu framar og við vorum með vindinn í bakið þannig við áttum auðveldara með að sækja í síðari hálfleik og búa eitthvað til. Ég er bara gríðarlega feginn að hafa náð að landa sigri því þetta var hörku erfiður leikur."

Það hefur gengið illa að skora hjá Vesturbæjingum en það kom þó eitt í kvöld. En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni?

„Já það er það, við skorum 4 í fyrsta leik og síðan þá erum við búnir að vera í veseni. Skapað þónokkuð af færum í einstaka leikjum, ekki kannski í dag og síðast en í fyrstu 4 gerðum við mikið af því. Þá náðum við ekki að nýta þau nú náum við ekki að skapa þau. Þorsteinn kom inn fyrir okkur í þennan leik og bjargaði þessum 3 stigum þegar hann kom sér á fjærstöngina og skallaði inn þannig bara ánægður fyrir Steina hönd. Gott að fá hann aftur í Vesturbæjinn og það sýnir að það skiptir máli að vera með breiðan hóp og geta treyst öllum þeim leikmönnum sem ég er með."

KR náði þó að halda hreinu og það er þá eitthvað til að vera ánægður með?

„Já ég er mjög ánægður með það. Það skiptir miklu máli og við ætlum að reyna gera meira af því, því það eykur líkurnar á því að við getum unnið fótboltaleiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner