Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   mán 16. maí 2022 22:01
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Þorsteinn bjargaði þessum 3 stigum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var feginn eftir að liðið hans vann 1-0 heimasigur á Keflavík í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Mér líður vel, mér er létt eftir að hafa náð að vinna þetta með einu marki. Við áttum slakan fyrri hálfleik náðum ekki að skapa okkur neitt og Keflvíkingar lokuðu vel á okkur. Við vorum skömminni skárri í seinni, aðeins opnari leikur. Þeir komu framar og við vorum með vindinn í bakið þannig við áttum auðveldara með að sækja í síðari hálfleik og búa eitthvað til. Ég er bara gríðarlega feginn að hafa náð að landa sigri því þetta var hörku erfiður leikur."

Það hefur gengið illa að skora hjá Vesturbæjingum en það kom þó eitt í kvöld. En þetta hlýtur að vera áhyggjuefni?

„Já það er það, við skorum 4 í fyrsta leik og síðan þá erum við búnir að vera í veseni. Skapað þónokkuð af færum í einstaka leikjum, ekki kannski í dag og síðast en í fyrstu 4 gerðum við mikið af því. Þá náðum við ekki að nýta þau nú náum við ekki að skapa þau. Þorsteinn kom inn fyrir okkur í þennan leik og bjargaði þessum 3 stigum þegar hann kom sér á fjærstöngina og skallaði inn þannig bara ánægður fyrir Steina hönd. Gott að fá hann aftur í Vesturbæjinn og það sýnir að það skiptir máli að vera með breiðan hóp og geta treyst öllum þeim leikmönnum sem ég er með."

KR náði þó að halda hreinu og það er þá eitthvað til að vera ánægður með?

„Já ég er mjög ánægður með það. Það skiptir miklu máli og við ætlum að reyna gera meira af því, því það eykur líkurnar á því að við getum unnið fótboltaleiki."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner