Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fim 16. júní 2022 22:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir: Keflavík finnst mér eiga heima í topp sex
Adam Ægir var maður leiksins.
Adam Ægir var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var stórkostlegur fyrir áhorfendur allavega. Í seinni hálfleik var þetta svolítið mikið fram og tilbaka þannig þetta var örugglega skemmtilegt fyrir áhorfendur," sagði Adam Ægir Pálsson, leikmaður Keflavíkur, eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

Bæði lið höfðu verið á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og mættu því með kassann út til leiks á HS Orku völlinn í Keflavík. Jafntefli varð niðurstaðan í frábærum leik.

„Stjarnan eru búnir að vera flottir í sumar og mjög sóknardjarft lið þannig það er skiljanlegt og við líka með mikil gæði innan okkar hóps. Mér finnst vera mikill stígandi í okkar leik og við erum bara með hörku lið. Keflavík finnst mér eiga heima í topp sex því við erum með hörku gott lið."

Adam Ægir átti hreint stórkostlegt mark í leiknum þegar hann tók boltann nánast viðstöðulaust og smellti honum fast í netið en hann segist aldrei hafa verið í vafa með að láta vaða af þessu færi.

„Nei alls ekki, ég tek eiginlega alltaf skotið ef það er í boði og það er kostir og gallar við það, en þetta var enginn vafi."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner