„Svekkjandi að vera 2-0 yfir í hálfleik og við höldum að við værum búnir að vinna leikinn" sagði Dean Martin þjálfari Selfyssinga eftir 4-3 tap gegn Kórdrengjum fyrr í kvöld. Selfyssingar fengu 4 mörk á sig á 10 mínútum í seinni hálfleik.
Lestu um leikinn: Kórdrengir 4 - 3 Selfoss
Selfyssingar fengu 4 mörk á sig á 10 mínútum í seinni hálfleik.
Það var bara eitt sem gerðist það kemur fyrsta mark á okkur og við brugðumst ekki vel við kemur smá panik í okkur og þeir sóttu á okkur mjög vel gert hjá Kórdrengjum"
Gary Martin fór meiddur af velli í hálfleik en Dean staðfesti að það væru engin alvarleg meiðsli hjá Gary.
Selfoss er enn á toppi deildarinnar en þetta var fyrsti tapleikur liðsins í deildinni í sumar.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir