Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 16. júní 2022 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Að mörgu leyti einn af okkar bestu leikjum í sumar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tók á móti Stjörnumönnum suður með sjó þegar 9.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld. 

Bæði lið höfðu verið á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og mættu því bæði með kassan út til leiks á HS Orku völlinn í Keflavík. Jafntefli varð niðurstaðan í frábærum leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

„Þetta var stórkostleg skemmtun og virkilega gaman að horfa á leikinn og ég var bara mjög stoltur af Keflavíkurliðinu í kvöld og við spiluðum virkilega vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við alveg geta unnið þennan leik og jafnvel eiga að vinna þennan leik en Stjarnan fékk líka sín færi í seinni hálfleik. Við áttum tvö skot í slánna, þeir bjarga á alveg ótrúlegan hátt oft fannst mér, bæði Halli í markinu hjá þeim og svo varnarmenn á síðustu stundu þegar maður var svona eiginlega byrjaður að fagna marki." 

„Mér fannst líka sjást vel í jöfnunarmarkinu hjá okkur þá hleypur Dani  Hatakka hafsent fram 80 metra sprett og skorar. Það eru eiginlega þrír leikmenn Keflavíkur að þrýsta boltanum inn og það sýndi gott spirit hjá okkur"

Keflvíkingar fóru inn í landsleikjahlé á ágætis siglingu og spiluðu um sjö leiki í maí en leikurinn gegn Stjörnunni verður eini leikur Keflavíkur í júní mánuði.

„Það er mjög skrítið að spila sjö leiki í maí og svo einn leik í júní. Prógramið er þannig og núna erum við aftur í pásu til 3.júlí. Maður hefði óskað þess að það væri hægt að gera þetta betur eða öðruvísi yfir sumartímann því þetta er heill mánuður af besta tíma ársins nánast að það er bara einn leikur."

Athugasemdir
banner