Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 16. júní 2022 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Að mörgu leyti einn af okkar bestu leikjum í sumar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tók á móti Stjörnumönnum suður með sjó þegar 9.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld. 

Bæði lið höfðu verið á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og mættu því bæði með kassan út til leiks á HS Orku völlinn í Keflavík. Jafntefli varð niðurstaðan í frábærum leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

„Þetta var stórkostleg skemmtun og virkilega gaman að horfa á leikinn og ég var bara mjög stoltur af Keflavíkurliðinu í kvöld og við spiluðum virkilega vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við alveg geta unnið þennan leik og jafnvel eiga að vinna þennan leik en Stjarnan fékk líka sín færi í seinni hálfleik. Við áttum tvö skot í slánna, þeir bjarga á alveg ótrúlegan hátt oft fannst mér, bæði Halli í markinu hjá þeim og svo varnarmenn á síðustu stundu þegar maður var svona eiginlega byrjaður að fagna marki." 

„Mér fannst líka sjást vel í jöfnunarmarkinu hjá okkur þá hleypur Dani  Hatakka hafsent fram 80 metra sprett og skorar. Það eru eiginlega þrír leikmenn Keflavíkur að þrýsta boltanum inn og það sýndi gott spirit hjá okkur"

Keflvíkingar fóru inn í landsleikjahlé á ágætis siglingu og spiluðu um sjö leiki í maí en leikurinn gegn Stjörnunni verður eini leikur Keflavíkur í júní mánuði.

„Það er mjög skrítið að spila sjö leiki í maí og svo einn leik í júní. Prógramið er þannig og núna erum við aftur í pásu til 3.júlí. Maður hefði óskað þess að það væri hægt að gera þetta betur eða öðruvísi yfir sumartímann því þetta er heill mánuður af besta tíma ársins nánast að það er bara einn leikur."

Athugasemdir