Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 16. júní 2022 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Að mörgu leyti einn af okkar bestu leikjum í sumar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tók á móti Stjörnumönnum suður með sjó þegar 9.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld. 

Bæði lið höfðu verið á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og mættu því bæði með kassan út til leiks á HS Orku völlinn í Keflavík. Jafntefli varð niðurstaðan í frábærum leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

„Þetta var stórkostleg skemmtun og virkilega gaman að horfa á leikinn og ég var bara mjög stoltur af Keflavíkurliðinu í kvöld og við spiluðum virkilega vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við alveg geta unnið þennan leik og jafnvel eiga að vinna þennan leik en Stjarnan fékk líka sín færi í seinni hálfleik. Við áttum tvö skot í slánna, þeir bjarga á alveg ótrúlegan hátt oft fannst mér, bæði Halli í markinu hjá þeim og svo varnarmenn á síðustu stundu þegar maður var svona eiginlega byrjaður að fagna marki." 

„Mér fannst líka sjást vel í jöfnunarmarkinu hjá okkur þá hleypur Dani  Hatakka hafsent fram 80 metra sprett og skorar. Það eru eiginlega þrír leikmenn Keflavíkur að þrýsta boltanum inn og það sýndi gott spirit hjá okkur"

Keflvíkingar fóru inn í landsleikjahlé á ágætis siglingu og spiluðu um sjö leiki í maí en leikurinn gegn Stjörnunni verður eini leikur Keflavíkur í júní mánuði.

„Það er mjög skrítið að spila sjö leiki í maí og svo einn leik í júní. Prógramið er þannig og núna erum við aftur í pásu til 3.júlí. Maður hefði óskað þess að það væri hægt að gera þetta betur eða öðruvísi yfir sumartímann því þetta er heill mánuður af besta tíma ársins nánast að það er bara einn leikur."

Athugasemdir
banner
banner