Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fim 16. júní 2022 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Að mörgu leyti einn af okkar bestu leikjum í sumar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tók á móti Stjörnumönnum suður með sjó þegar 9.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld. 

Bæði lið höfðu verið á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og mættu því bæði með kassan út til leiks á HS Orku völlinn í Keflavík. Jafntefli varð niðurstaðan í frábærum leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

„Þetta var stórkostleg skemmtun og virkilega gaman að horfa á leikinn og ég var bara mjög stoltur af Keflavíkurliðinu í kvöld og við spiluðum virkilega vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við alveg geta unnið þennan leik og jafnvel eiga að vinna þennan leik en Stjarnan fékk líka sín færi í seinni hálfleik. Við áttum tvö skot í slánna, þeir bjarga á alveg ótrúlegan hátt oft fannst mér, bæði Halli í markinu hjá þeim og svo varnarmenn á síðustu stundu þegar maður var svona eiginlega byrjaður að fagna marki." 

„Mér fannst líka sjást vel í jöfnunarmarkinu hjá okkur þá hleypur Dani  Hatakka hafsent fram 80 metra sprett og skorar. Það eru eiginlega þrír leikmenn Keflavíkur að þrýsta boltanum inn og það sýndi gott spirit hjá okkur"

Keflvíkingar fóru inn í landsleikjahlé á ágætis siglingu og spiluðu um sjö leiki í maí en leikurinn gegn Stjörnunni verður eini leikur Keflavíkur í júní mánuði.

„Það er mjög skrítið að spila sjö leiki í maí og svo einn leik í júní. Prógramið er þannig og núna erum við aftur í pásu til 3.júlí. Maður hefði óskað þess að það væri hægt að gera þetta betur eða öðruvísi yfir sumartímann því þetta er heill mánuður af besta tíma ársins nánast að það er bara einn leikur."

Athugasemdir
banner
banner