Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 16. júní 2022 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Siggi Raggi: Að mörgu leyti einn af okkar bestu leikjum í sumar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tók á móti Stjörnumönnum suður með sjó þegar 9.umferð Bestu deildar karla hélt áfram göngu sinni nú í kvöld. 

Bæði lið höfðu verið á flottu skriði fyrir landsleikjahlé og mættu því bæði með kassan út til leiks á HS Orku völlinn í Keflavík. Jafntefli varð niðurstaðan í frábærum leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Stjarnan

„Þetta var stórkostleg skemmtun og virkilega gaman að horfa á leikinn og ég var bara mjög stoltur af Keflavíkurliðinu í kvöld og við spiluðum virkilega vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Mér fannst við alveg geta unnið þennan leik og jafnvel eiga að vinna þennan leik en Stjarnan fékk líka sín færi í seinni hálfleik. Við áttum tvö skot í slánna, þeir bjarga á alveg ótrúlegan hátt oft fannst mér, bæði Halli í markinu hjá þeim og svo varnarmenn á síðustu stundu þegar maður var svona eiginlega byrjaður að fagna marki." 

„Mér fannst líka sjást vel í jöfnunarmarkinu hjá okkur þá hleypur Dani  Hatakka hafsent fram 80 metra sprett og skorar. Það eru eiginlega þrír leikmenn Keflavíkur að þrýsta boltanum inn og það sýndi gott spirit hjá okkur"

Keflvíkingar fóru inn í landsleikjahlé á ágætis siglingu og spiluðu um sjö leiki í maí en leikurinn gegn Stjörnunni verður eini leikur Keflavíkur í júní mánuði.

„Það er mjög skrítið að spila sjö leiki í maí og svo einn leik í júní. Prógramið er þannig og núna erum við aftur í pásu til 3.júlí. Maður hefði óskað þess að það væri hægt að gera þetta betur eða öðruvísi yfir sumartímann því þetta er heill mánuður af besta tíma ársins nánast að það er bara einn leikur."

Athugasemdir
banner
banner
banner