Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Copa America varð næstum harmleikur - Áhyggjur fyrir HM
Það er talið heppni að ekki varð harmleikur á úrslitaleiknum.
Það er talið heppni að ekki varð harmleikur á úrslitaleiknum.
Mynd: Getty Images
Leikurinn frestaðist um 80 mínútur.
Leikurinn frestaðist um 80 mínútur.
Mynd: Getty Images
Öll öryggismál og verkferlar verða yfirfarðir rækilega fyrir HM 2026 en mótið verður að mestu í Bandaríkjunum. Einnig verður leikið í Mexíkó og Kanada.

Bandaríkjamenn hafa fengið harða gagnrýni fyrir skipulag og umgjörð í kringum Copa America keppnina en henni lauk aðfaranótt sunnudags með sigri Argentínu í framlengdum úrslitaleik gegn Kólumbíu á Hard Rock leikvangnum í Miami.

Lélegir grasvellir, hálftómir leikvangar, fjöldahandtökur og troðningur setti svip sinn á Copa America en úrslitaleikurinn frestaðist um 80 mínútur.

Ringulreið skapaðist þegar fjöldi miðalausra stuðningsmanna reyndi ýmsar leiðir til að brjóta sér leið inn á leikvanginn. Meðal annars með því að troða sér í gegnum loftræstingu og klifra yfir há grindverk. Fólk þurfti aðstoð sjúkraliðs eftir að hafa lent í troðningi og þá brutust út slagsmál milli almennings og lögreglu.

Alls voru 27 handteknir og 55 vísað af leikvangnum.

Argentínskir fjölmiðlar segja það hreinlega heppni að ekki hafi orðið harmleikur á úrslitaleiknum. Í undanúrslitunum brutust út slagsmál milli stuðningsmanna Úrúgvæ og Kólumbíu en leikmenn urðu óttaslegnir um fjölskyldur sínar og fóru upp í stúku og tóku þátt í átökum.

Marcelo Bielsa landsliðsþjálfari Úrúgvæ var bálreiður á fréttamannafundi þegar hann gagnrýndi bæði keppnisvellina og æfingaaðstöðuna. Á sex völlum var náttúrulegt gras lagt ofan á gervigras og í sumum tilfellum var það gert aðeins nokkrum dögum áður.

Beðið er eftir viðbrögðum frá FIFA við því sem átti sér stað á Copa America keppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner