Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 16. september 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir leikinn mættum við bara liði sem er á toppi deildarinnar og komnir í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir eru með bullandi sjálfstraust og miklu betri en við. Við ætluðum okkur að fá góð úrslit í dag og vera með í leiknum. Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og erum 3-0 undir í hálfleik. Það kom kafli í 10 mínútur eða korter þar sem við pressum á þá en þeir refsa okkur síðan bara. Við erum fúlir í dag og svekktir með okkar frammistöðu. Við vorum að mæta hörkuliði í dag og áttum ekki breik.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 6-0 tap gegn Víkingi Reykjavík í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Var ekki erfitt að koma til baka eftir að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur?

Það var erfitt á móti sterku liði Víkings en við reyndum eins og við gátum. Við verðum að gleyma þessum leik sem fyrst og undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.

Hversu gífurlega mikilvægir leikir eru þetta sem eru framundan?

Þetta eru gríðarlega mikilvægir leikir. Við gerðum ágætlega í mótinu sjálfu á móti þessum liðum. Við verðum að hreinsa þennan leik úr hausnum okkar sem fyrst og koma klárir inn í þessa keppni. Það er allt hægt og liðin gefast ekki upp fyrr en mótið er búið.

Theodór Ingi kemur inn á fyrir Fylki í seinni hálfleik en Rúnar var ánægður með hann.

Ég var mjög ánægður með hann. Hann var stórhættulegur en mátti nýta eitthvað af þessum færum sem hann fékk. Hann gerði ótrúlega vel. Hann var mjög duglegur.

Er eitthvað jákvætt sem Rúnar tekur út úr leiknum?

Ég veit ekki hvað skal segja þegar maður tapar 6-0, það er ekki það skemmtilegasta í heimi, eigum við ekki bara að segja sem minnst?

Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner