Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 16. september 2024 22:22
Sölvi Haraldsson
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eftir leikinn mættum við bara liði sem er á toppi deildarinnar og komnir í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir eru með bullandi sjálfstraust og miklu betri en við. Við ætluðum okkur að fá góð úrslit í dag og vera með í leiknum. Við fáum á okkur tvö mörk snemma leiks og erum 3-0 undir í hálfleik. Það kom kafli í 10 mínútur eða korter þar sem við pressum á þá en þeir refsa okkur síðan bara. Við erum fúlir í dag og svekktir með okkar frammistöðu. Við vorum að mæta hörkuliði í dag og áttum ekki breik.“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir 6-0 tap gegn Víkingi Reykjavík í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Var ekki erfitt að koma til baka eftir að lenda 2-0 undir eftir 10 mínútur?

Það var erfitt á móti sterku liði Víkings en við reyndum eins og við gátum. Við verðum að gleyma þessum leik sem fyrst og undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina.

Hversu gífurlega mikilvægir leikir eru þetta sem eru framundan?

Þetta eru gríðarlega mikilvægir leikir. Við gerðum ágætlega í mótinu sjálfu á móti þessum liðum. Við verðum að hreinsa þennan leik úr hausnum okkar sem fyrst og koma klárir inn í þessa keppni. Það er allt hægt og liðin gefast ekki upp fyrr en mótið er búið.

Theodór Ingi kemur inn á fyrir Fylki í seinni hálfleik en Rúnar var ánægður með hann.

Ég var mjög ánægður með hann. Hann var stórhættulegur en mátti nýta eitthvað af þessum færum sem hann fékk. Hann gerði ótrúlega vel. Hann var mjög duglegur.

Er eitthvað jákvætt sem Rúnar tekur út úr leiknum?

Ég veit ekki hvað skal segja þegar maður tapar 6-0, það er ekki það skemmtilegasta í heimi, eigum við ekki bara að segja sem minnst?

Viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner