Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Austurríki, Holland, Króatía og Þýskaland á EM
Hollendingar fara á EM
Hollendingar fara á EM
Mynd: Getty Images
Toni Kroos skoraði tvö og lagði upp eitt í kvöld
Toni Kroos skoraði tvö og lagði upp eitt í kvöld
Mynd: Getty Images
Austurríki, Holland, Króatía og Þýskaland tryggðu sig öll inn á EM í kvöld. Það er þá endanlega ljóst að Ísland fer í umspilið.

Í C-riðli vann Þýskaland 4-0 sigur á Hvíta-Rússlandi þar sem Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid, gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk ásamt því að leggja upp eitt. Leon Goretzka og Matthias Ginter komust einnig á blað.

Norður-Írland þurfti þrjú stig gegn Hollandi í kvöld og fékk fullkomið tækifæri til að skora á 32. mínútu er liðið fékk vítaspyrnu en Steven Davis þrumaði boltanum yfir. Markalaust jafntefli var niðurstaðan og Holland því á EM.

Í E-riðli tók Austurríki síðasta sætið á EM með því að vinna Norður-Makedóníu 2-1. David Alaba, leikmaður Bayern München og Konrad Laimer hjá Leipzig skoruðu mörk heimamanna sem eru nú með 19 stig í öðru sæti en Pólland, sem vann Ísrael 2-1, er í efsta sæti með 22 stig.

Króatía fer einnig á EM eftir 3-1 sigur á Slóvakíu. Gestirnir komust yfir með marki frá Robert Bozenik á 32. mínútu en Nikola Vlasic jafnaði á 56. mínútu áður en Bruno Petkovic kom liðinu yfir fjórum mínútum síðar. Ivan Perisic gulltryggði svo sigurinn tuttugu mínútum fyrir leikslok. Króatía er í efsta sæti E-riðils með 17 stig en það er þó enn möguleiki fyrir Slóvakíu sem vonast til þess að leikur Ungverja og Wales endi með jafntefli í lokaumferðinni.

Slóvakía er í þriðja sæti riðilsins með 10 stig en liðið vann Ungverjaland í báðum viðureignum þeirra. Ef Slóvakía vinnur Aserbaijdsan í lokaumferðinni og Wales gerir jafntefli við Ungverjaland þá tekur Slóvakía síðasta sætið á EM.

Úrslit og markaskorarar:

Norður-Írland 0 - 0 Holland
0-0 Steven Davis ('32 , Misnotað víti)

Þýskaland 4 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Matthias Ginter ('42 )
2-0 Leon Goretzka ('49 )
3-0 Toni Kroos ('55 )
3-0 Igor Stasevich ('75 , Misnotað víti)
4-0 Toni Kroos ('83 )

Króatía 3 - 1 Slóvakía
0-1 Robert Bozenik ('32 )
1-1 Nikola Vlasic ('56 )
2-1 Bruno Petkovic ('60 )
3-1 Ivan Perisic ('74 )

Ísrael 1 - 2 Pólland
0-1 Grzegorz Krychowiak ('4 )
0-2 Krzysztof Piatek ('54 )
1-2 Munas Dabbur ('88 )

Austurríki 2 - 1 Norður-Makedónía
1-0 David Alaba ('8 )
2-0 Konrad Laimer ('48 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner