„Stundum er þetta ekki þinn dagur en ef þú getur náð í þrjú stig þegar þú ert ekki að spila upp á þitt besta, þá er það gríðarlega jákvætt," sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 0-2 sigur Íslands gegn Svartfjallalandi í kvöld.
Íslenska liðið átti ekki sinn besta leik en náði samt sem áður að kreista fram frábæran sigur á erfiðum útivelli.
Íslenska liðið átti ekki sinn besta leik en náði samt sem áður að kreista fram frábæran sigur á erfiðum útivelli.
„Við gerðum þetta oft áður fyrr þegar við vorum að komast á stórmót. Þetta er enn eitt skrefið í því ferli sem við erum í; að komast á annað stórmót."
Það var góður liðsbragur á liðinu og varamennirnir komu sterkir inn. Þetta var sterkur liðssigur.
„Það var mikil liðsheild í þessu. Við gáfum fá færi á okkur þó þeir hafi verið meira með boltann. Frábært hjá okkur að koma í seinni hálfleikinn að klára þetta."
Framundan er úrslitaleikur í Wales um annað sætið í riðlinum.
Athugasemdir