Valur hefur krækt í virkilega öflugan leikmann fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna því Jordyn Rhodes er gengin í raðir félagsins.
Rhodes, sem er bandarískur framherji, er fædd árið 2000 og mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu í dag. Hún er miill markaskorari og sýndi það svo sannarlega í fyrra þegar hún skoraði 12 mörk í 21 deildarleik með Tindastóli á hennar fyrsta tímabili á Íslandi. Hún skoraði 12 af 26 mörkum Tindastóls eða rétt tæplega helming marka liðsins. Hún var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen.
Rhodes, sem er bandarískur framherji, er fædd árið 2000 og mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu í dag. Hún er miill markaskorari og sýndi það svo sannarlega í fyrra þegar hún skoraði 12 mörk í 21 deildarleik með Tindastóli á hennar fyrsta tímabili á Íslandi. Hún skoraði 12 af 26 mörkum Tindastóls eða rétt tæplega helming marka liðsins. Hún var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen.
Úr tilkynningu Vals:
Matthías Guðmundsson annar af þjálfurum Valsliðsins hafði þetta um að segja um Jordyn:
„Það er geggjað að fá Jordyn Rhodes til okkar enda er hún kraftmikill framherji með mikið markanef. Hún er með frábæra tölfræði allsstaðar sem hún hefur verið og er t.d. markahæsti leikmaðurinn í sögu Kentucky háskólans og endaði önnur markahæst í Bestu deildinni á seinustu leiktíð með samanlagt 13 mörk. Hún mun klárlega styrkja okkur mikið sóknarlega."
Félagið býður hana hjartanlega velkomna og hlakkar til að fylgjast með henni skora mörk fyrir Val.
Komnar
Jordyn Rhodes frá Tindastóli
Tinna Brá Magnúsdóttir frá Fylki
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir frá Stjörnunni (var á láni hjá HK)
Sóley Edda Ingadóttir frá Stjörnunni
Arnfríður Auður Arnarsdóttir frá Gróttu
Esther Júlía Gustavsdóttir frá Keflavík (var á láni hjá ÍR)
Bryndís Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni)
Eva Stefánsdóttir frá Fram (var á láni)
Ágústa María Valtýsdóttir frá ÍBV (var á láni)
Glódís María Gunnarsdóttir frá Haukum (var á láni)
Kolbrá Una Kristinsdóttir frá Gróttu (var á láni)
Snæfríður Eva Eiríksdóttir frá Aftureldingu (var á láni)
Farnar
Fanney Inga Birkisdóttir til Häcken
Berglind Björg Þorvaldsdótir í Breiðablik
Katie Cousins í Þrótt
Hailey Whitaker til Kanada
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í Víking
Málfríður Anna Eiríksdóttir til Danmerkur
Málfríður Erna Sigurðardóttir hætt og farin í stjórn Vals
Íris Dögg Gunnarsdóttir hætt
Samningslausar
Anna Björk Kristjánsdóttir (1989)
Aníta Björk Matthíasdóttir (2009)
Valgerður Gríma Sigurjónsdóttir (2005)
Athugasemdir