De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 17. apríl 2025 17:45
Elvar Geir Magnússon
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Keflavík vann 1-0 sigur gegn Leikni í Lengjudeildarslag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, gerði leikinn upp í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Leiknir R.

„Í seinni hálfleik fannst mér við vera með alla stjórn á leiknum án þess að ná að skapa sér færi. Strákarnir reyndu eins og þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki," sagði Ólafur meðal annars.

Dagur Ingi Hammer, helsti markaskorari Leiknis, fór af velli vegna meiðsla og hans var saknað í seinni hálfleiknum.

„Dagur meiðist og við missum hann út af. Þar með missum við einn okkar helsta mann inni í teignum. Svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur, hvaða svæði við erum ekki að manna rétt."

Það eru rúmar tvær vikur í að Lengjudeildin hefjist, hvernig er staðan á Leiknisliðinu og mögulegum styrkingum?

„Við viljum auka breiddina aðallega fram á við. Erum með góða breidd af miðjumönnum og varnarmönnum. Við þurfum að auka breiddina sóknarlega," segir Ólafur Hrannar í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner