
Keflavík vann 1-0 sigur gegn Leikni í Lengjudeildarslag í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Ólafur Hrannar Kristjánsson, þjálfari Leiknis, gerði leikinn upp í viðtali við Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Leiknir R.
„Í seinni hálfleik fannst mér við vera með alla stjórn á leiknum án þess að ná að skapa sér færi. Strákarnir reyndu eins og þeir gátu að ná inn jöfnunarmarki," sagði Ólafur meðal annars.
Dagur Ingi Hammer, helsti markaskorari Leiknis, fór af velli vegna meiðsla og hans var saknað í seinni hálfleiknum.
„Dagur meiðist og við missum hann út af. Þar með missum við einn okkar helsta mann inni í teignum. Svo eigum við eftir að skoða leikinn aftur, hvaða svæði við erum ekki að manna rétt."
Það eru rúmar tvær vikur í að Lengjudeildin hefjist, hvernig er staðan á Leiknisliðinu og mögulegum styrkingum?
„Við viljum auka breiddina aðallega fram á við. Erum með góða breidd af miðjumönnum og varnarmönnum. Við þurfum að auka breiddina sóknarlega," segir Ólafur Hrannar í viðtalinu sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir