Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. júní 2019 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lee Bowyer hættur hjá Charlton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Lee Bowyer er runninn út á samningi hjá Charlton og yfirgefur því félagið á frjálsri sölu. Hann er afar eftirsóttur um þessar mundir og vildi ekki skrifa undir nýjan samning vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Bowyer hóf atvinnumannaferilinn hjá Charlton sem leikmaður og gerði svo garðinn frægan hjá Leeds United áður en hann hélt til West Ham og Newcastle.

Hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri kom í mars í fyrra þegar hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Charlton. Hann stóð sig vel og fékk eins árs samning að launum.

Hann var nálægt því að koma Charlton upp í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið lítinn tíma við stjórnvölinn en honum tókst verkið í ár. Charlton bauð nýjan samning en Bowyer neitaði að skrifa undir.

Bowyer, sem er 42 ára, vill frekar halda á önnur mið og taka við félagi sem á ekki í sömu fjárhagsvandræðum og Charlton.
Athugasemdir
banner
banner
banner