Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 17. júní 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórða árið í röð fær Liverpool sigurvegarana úr Championship
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Í gær var það gefið út hvernig leikjaniðurröðunin verður í ensku úrvalsdeildinni á komandi keppnistímabili.

Tímabilið 2022-23 verður einstakt að því leyti að það verður vetrarhlé vegna HM í Katar. Eftir helgina 12.-13. nóvember verður ekki spilað í deildinni þar til 26. desember vegna HM.

HM hefst í Katar 21. nóvember og úrslitaleikurinn verður 18. desember, átta dögum áður en enska deildin hefst að nýju.

Það er athyglisvert í þessu að fjórða árið í röð mun Liverpool mæta sigurvegurum Championship-deildarinnar í opnunarleik. Áhugaverð tilviljun þar, en Liverpool hefur ekki verið í miklum vandræðum með að vinna fyrsta leik sinn í deildinni síðustu árin, kannski fyrir utan eftirminnilegan leik á móti Leeds.

Opnunarleikir Liverpool síðustu fjögur árin
2021: 0-3 gegn Norwich
2020: 4-3 gegn Leeds
2019: 4-1 gegn Norwich

Núna fara lærisveinar Jurgen Klopp í heimsókn til Fulham í fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner