Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin í veseni í síðustu prófraun sinni fyrir stóra sviðið
Fyrir leikinn í gærkvöldi.
Fyrir leikinn í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Bandaríkin litu ekki sérlega vel út í síðasta æfingaleik sínum fyrir Ólympíuleikana.

Þær mættu Kosta Ríka, sem er í 44. sæti á heimslista FIFA, í Washington í gærkvöldi. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Bandaríkjanna.

En annað kom á daginn. Kosta Ríka varðist hetjulega á sama tíma og Bandaríkin fóru illa með sín færi.

Niðurstaðan var á endanum markalaust jafntefli sem eykur ekki sjálfstraust bandaríska liðsins fyrir Ólympíuleikana í París.

Bandaríkin eru hvað sigustranglegastar fyrir Ólympíuleikana en þær eru þar í riðli með Sambíu, Þýskalandi og Ástralíu.

Emma Hayes tók nýverið við Bandaríkjunum en hún hefur gert stórkostlega hluti með Chelsea síðustu árin.
Athugasemdir
banner