Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   mið 17. júlí 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Ipswich fær Muric í markið (Staðfest)
Mynd: EPA
Nýliðar Ipswich í ensku úrvalsdeildinni hafa krækt í markvörðinn Arijanet Muric frá Burnley. Muric er landsliðsmarkvörður Kosóvó og lék tíu leiki með Burnley þegar það féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Ipswich borgar 10 milljónir punda fyrir þennan 25 ára markvörð en kaupverðið gæti hækkað um 5 milljónir eftir ákvæðum.

„Ég er spenntur fyrir því að byrja. Ég sá hvernig liðið spilaði síðasta tímabil og ég tel að leikstíllinn henti mér vel," sagði Muric í viðtali við miðla Ipswich.

Muric hóf aðalliðsferil sinn hjá Manchester City en hann lék 41 leik fyrir Burnley þegar liðið vann Championship-deildina 2022-23 tímabilið.

Ipswich hafnaði í öðru sæti Championship-deildarinnar á síðasta tímabili og komst beint upp. Vaclav Hladky var þá aðalmarkvörður liðsins en ekki náðist samkomulag um nýjan samning við hann og því yfirgaf hann félagið í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner