Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. september 2021 19:53
Victor Pálsson
Danmörk: Lyngby gerði jafntefli - Aron Elís í tapliði
Mynd: Getty Images
Freyr Alexandersson og hans menn í Lyngby gerðu jafntefli í dönsku B-deildinni í dag gegn Koge.

Lyngby hefur farið nokkuð vel af stað í deildinni í sumar og er með 17 stig eftir fyrstu átta leikina undir stjórn Freysa.

Lyngby bjargaði jafntefli undir lok leiksins íd ag en Frederik Gytkjaer jafnaði metin í 1-1 þegar þrjár mínútur voru eftir og var það lokastaðan.

Sævar Atli Magnússon er á mála hjá Lyngby og kom hann inná sem varamaður á 77. mínútu. Frederik Schram var allan tímann á varamannabekknum.

Í efstu deild spilaði AaB við lið OB og þar lék Aron Elís Þrándarson með því síðarnefnda í tapi.

Aron Elís fékk gult spjald í 2-0 tapi á útivelli en OB er aðeins með tíu stig eftir fyrstu níu umferðir deildarinnar.

Í Hollandi fékk Kristian Nökkvi Hlynsson svo örfáar mínútur með varaliði Ajax sem vann 2-4 útisigur á Almere City. Kristian kom inná á 84. mínútu í stöðunni 2-4.
Athugasemdir
banner
banner