Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 17. september 2022 17:38
Brynjar Óli Ágústsson
Ómar Ingi: Vorum allir á því að hér skyldum við labba út með þrjú stig
Lengjudeildin
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við höfum oft verið betri en í fyrri hálfleik,'' segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir 2-1 sigur gegn Vestra í lokaumferð Lengjudeildarinnar. 


Lestu um leikinn: HK 2 -  1 Vestri

„Undir lok fyrri hálfleiks var kominn smá andi inn í okkur og svo í seinni hálfleik vorum við í sókn allan tímann fannst mér. Ég var aðeins farinn að hafa áhyggjur hvort þetta væri einn af þeim dögum sem þú gætir spilað allan daginn ánn þess að fá mark, en mjög kærkomið að vinna síðasta leik mótsins og þá heima.'' 

„Það var gífurlega mikið léttir þegar Örvar skorar. Vestri er með hörku lið og eina liðið sem við vorum ekki búnir að vinna gegn í sumar. Að fá þá hérna á heimavelli og síðasti leikur, við vorum allir á því að hér skyldum við labba út með þrjú stig.''

Ómar Ingi var spurður út í hvort hann hafi áhuga að þjálfa HK sem aðalþjálfari fyrir næsta tímabil.

„Já, samtalið hefur verið að klára fyrst þetta tímabil og undirbúa það næsta sama tíma. Það er alveg á hreinu að ég mun þjálfa meistaraflokk HK á næsta ári, en það á aðeins eftir að klára að teikna upp í hvaða formi það verður nákvæmlega í endanum,''

Ómar segir svo í lokinn að ef hann fengi það boð um að taka við sem aðalþjálfari HK fyrir næsta tímabil, þá segirmyndi hann taka því.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.

Athugasemdir