FH mætti í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu Breiðablik í hörkuleik. Leikar enduðu 2-0 fyrir FH-ingum en mörk leiksins skoruðu þeir Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic, Björn Daníel Sverrisson fyrirliði FH mætti hress í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 FH
„Við komum hérna fyrir tveimur vikum og gerðum tvö mörk í þeim leik og komum svo aftur í dag og gerðum mjög vel aftur.
Frábær liðsframmistaða, frábært að geta komið hingað tvisvar í sumar og vinna tvo leiki."
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Kári Halldórsson og Anton Ari Einarsson lentu í hörðu samstuði snemma leiks.
Lestu nánar um atvikið
„Ég var búinn að heyra eitthvað að það væri í lagi með hann. Vonandi mætir hann á æfingu og heilsar upp á okkur og er bara í góðu skapi. Við ætlum að tileinka honum þennan sigur."
„Það verður oft hiti í þessum leikjum gegn Breiðablik. Menn eru að láta hvorn annan heyra það og sparka í hvorn annan, það er bara gaman.
Líka bara gott veður og gaman að spila núna frekar en í gær þegar það var kolbilað veður. Geggjað í fótbolta þegar maður vinnur og sérstaklega þegar þeir rífa kjaft allan leikinn."
Athugasemdir