Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 17. september 2023 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Guðni Eiríks: Það var ekki gott að missa þær báðar
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er aldrei gaman að tapa, maður. Tilfinningin er súr, en þetta er bara svona. Við vorum að spila á móti Íslandsmeisturunum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Maður getur alltaf fundið jákvæða punkta. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við gáfum þeim lítinn tíma á boltanum en svo fengum við á okkur mark. Það voru einstaklingsgæði sem gáfu þeim það mark. Það er erfitt að takast á við lið eins og Val sem getur bara skellt svona í andlitið á manni."

FH þurfti að hrófla svolítið í liði sínu fyrir leikinn þar sem aðalmiðverðir liðsins - Arna Eiríksdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir - eru báðar á láni frá Val. Þær máttu ekki spila þennan leik.

„Þetta eru tvær stöður sem þú vilt ekki hrófla við. Það var ekki gott að missa þær báðar. Þær gefa okkur sigur í loftinu, eru mjög sterkir skallamenn. Það kom mér ekki á óvart að við fáum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik þannig. Við vinnum ekki háloftabardagann," sagði Guðni.

Arna var valin aftur í A-landsliðið á dögunum og Guðni segir gaman að sjá það.

„Það er frábært. Hún á það svo sannarlega skilið. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá henni. Hún á heima í landsliðinu og ég vona að hún fái að sýna sig í bláa búningnum."

Þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum
FH hefur ekki að miklu að keppa í síðustu tveimur leikjunum en tímabilið hefur verið frábært hjá liðinu sem var spá tíunda sæti fyrir leiktíðina. Guðni er með áframhaldandi samning hjá félaginu og vonast til að stýra liðinu áfram, að byggja ofan á það sem hefur verið gert á þessari leiktíð.

„Ég á eitt ár eftir af mínum samningi. Á meðan FH hendir mér ekki í burtu þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum," segir Guðni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann meira um að byggja ofan á það starf sem hefur verið unnið í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner