Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 17. september 2023 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Guðni Eiríks: Það var ekki gott að missa þær báðar
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er aldrei gaman að tapa, maður. Tilfinningin er súr, en þetta er bara svona. Við vorum að spila á móti Íslandsmeisturunum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Maður getur alltaf fundið jákvæða punkta. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við gáfum þeim lítinn tíma á boltanum en svo fengum við á okkur mark. Það voru einstaklingsgæði sem gáfu þeim það mark. Það er erfitt að takast á við lið eins og Val sem getur bara skellt svona í andlitið á manni."

FH þurfti að hrófla svolítið í liði sínu fyrir leikinn þar sem aðalmiðverðir liðsins - Arna Eiríksdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir - eru báðar á láni frá Val. Þær máttu ekki spila þennan leik.

„Þetta eru tvær stöður sem þú vilt ekki hrófla við. Það var ekki gott að missa þær báðar. Þær gefa okkur sigur í loftinu, eru mjög sterkir skallamenn. Það kom mér ekki á óvart að við fáum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik þannig. Við vinnum ekki háloftabardagann," sagði Guðni.

Arna var valin aftur í A-landsliðið á dögunum og Guðni segir gaman að sjá það.

„Það er frábært. Hún á það svo sannarlega skilið. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá henni. Hún á heima í landsliðinu og ég vona að hún fái að sýna sig í bláa búningnum."

Þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum
FH hefur ekki að miklu að keppa í síðustu tveimur leikjunum en tímabilið hefur verið frábært hjá liðinu sem var spá tíunda sæti fyrir leiktíðina. Guðni er með áframhaldandi samning hjá félaginu og vonast til að stýra liðinu áfram, að byggja ofan á það sem hefur verið gert á þessari leiktíð.

„Ég á eitt ár eftir af mínum samningi. Á meðan FH hendir mér ekki í burtu þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum," segir Guðni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann meira um að byggja ofan á það starf sem hefur verið unnið í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner