Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 17. september 2023 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Guðni Eiríks: Það var ekki gott að missa þær báðar
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er aldrei gaman að tapa, maður. Tilfinningin er súr, en þetta er bara svona. Við vorum að spila á móti Íslandsmeisturunum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Maður getur alltaf fundið jákvæða punkta. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við gáfum þeim lítinn tíma á boltanum en svo fengum við á okkur mark. Það voru einstaklingsgæði sem gáfu þeim það mark. Það er erfitt að takast á við lið eins og Val sem getur bara skellt svona í andlitið á manni."

FH þurfti að hrófla svolítið í liði sínu fyrir leikinn þar sem aðalmiðverðir liðsins - Arna Eiríksdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir - eru báðar á láni frá Val. Þær máttu ekki spila þennan leik.

„Þetta eru tvær stöður sem þú vilt ekki hrófla við. Það var ekki gott að missa þær báðar. Þær gefa okkur sigur í loftinu, eru mjög sterkir skallamenn. Það kom mér ekki á óvart að við fáum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik þannig. Við vinnum ekki háloftabardagann," sagði Guðni.

Arna var valin aftur í A-landsliðið á dögunum og Guðni segir gaman að sjá það.

„Það er frábært. Hún á það svo sannarlega skilið. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá henni. Hún á heima í landsliðinu og ég vona að hún fái að sýna sig í bláa búningnum."

Þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum
FH hefur ekki að miklu að keppa í síðustu tveimur leikjunum en tímabilið hefur verið frábært hjá liðinu sem var spá tíunda sæti fyrir leiktíðina. Guðni er með áframhaldandi samning hjá félaginu og vonast til að stýra liðinu áfram, að byggja ofan á það sem hefur verið gert á þessari leiktíð.

„Ég á eitt ár eftir af mínum samningi. Á meðan FH hendir mér ekki í burtu þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum," segir Guðni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann meira um að byggja ofan á það starf sem hefur verið unnið í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner