Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
   sun 17. september 2023 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Guðni Eiríks: Það var ekki gott að missa þær báðar
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Miðvörðurinn Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er aldrei gaman að tapa, maður. Tilfinningin er súr, en þetta er bara svona. Við vorum að spila á móti Íslandsmeisturunum," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 3-1 tap gegn Val í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

„Maður getur alltaf fundið jákvæða punkta. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður. Við gáfum þeim lítinn tíma á boltanum en svo fengum við á okkur mark. Það voru einstaklingsgæði sem gáfu þeim það mark. Það er erfitt að takast á við lið eins og Val sem getur bara skellt svona í andlitið á manni."

FH þurfti að hrófla svolítið í liði sínu fyrir leikinn þar sem aðalmiðverðir liðsins - Arna Eiríksdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir - eru báðar á láni frá Val. Þær máttu ekki spila þennan leik.

„Þetta eru tvær stöður sem þú vilt ekki hrófla við. Það var ekki gott að missa þær báðar. Þær gefa okkur sigur í loftinu, eru mjög sterkir skallamenn. Það kom mér ekki á óvart að við fáum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik þannig. Við vinnum ekki háloftabardagann," sagði Guðni.

Arna var valin aftur í A-landsliðið á dögunum og Guðni segir gaman að sjá það.

„Það er frábært. Hún á það svo sannarlega skilið. Þetta er búið að vera frábært tímabil hjá henni. Hún á heima í landsliðinu og ég vona að hún fái að sýna sig í bláa búningnum."

Þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum
FH hefur ekki að miklu að keppa í síðustu tveimur leikjunum en tímabilið hefur verið frábært hjá liðinu sem var spá tíunda sæti fyrir leiktíðina. Guðni er með áframhaldandi samning hjá félaginu og vonast til að stýra liðinu áfram, að byggja ofan á það sem hefur verið gert á þessari leiktíð.

„Ég á eitt ár eftir af mínum samningi. Á meðan FH hendir mér ekki í burtu þá mun ég stýra liðinu áfram ásamt bróður mínum," segir Guðni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann meira um að byggja ofan á það starf sem hefur verið unnið í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner
banner