Tottenham með kauprétt á Kane þegar hann fer frá Bayern - Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa áhuga á Toney
banner
   sun 17. september 2023 11:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son: Leið betur að sjá Richarlison skora en að skora sjálfur
Mynd: Getty Images

Richarlison var hetja Tottenham þegar liðið lagði Sheffield United með tveimur mörkum seint í uppbótatíma í gær.


Sheffield komst yfir í leiknum en Richarlison jafnaði metin þegar átta mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma. Hann lagði síðan upp sigurmarkið á Dejan Kulusevski þremur mínútum síðar.

Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar bæði innan og utan vallar síðustu mánuði en hann ætlar að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi. Hann skoraði aðeins sitt annað mark fyrir Tottenham í gær.

Heung Min Son fyrirliði Tottenham var gríðarlega ánægður að sjá Richarlison skora í gær.

„Mér leið betur að sjá Richarlison skora en að skora sjálfur. Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikuna og ég hef verið að hugsa hvernig ég get hjálpað honum," sagði Son.


Athugasemdir
banner
banner