Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 17. nóvember 2020 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Foden byrjar gegn Íslandi
Mynd: Getty Images
Mirror greinir frá því að enska ungstirnið Phil Foden verður líklegast í byrjunarliði Englendinga gegn Íslandi í fyrsta sinn síðan hann spilaði í 0-1 sigri Englands á Laugardalsvelli í september.

Foden missti sæti sitt í byrjunarliðinu eftir skandalinn sem hann og Mason Greenwood voru viðriðnir á dvöl sinni hér á landi, þegar þeir buðu íslenskum stelpum uppá hótelherbergi þrátt fyrir að vera sjálfir í vinnusóttkví.

Ungstirnin voru tekin af lífi í fjölmiðlum á Englandi en nú telur Gareth Southgate landsliðsþjálfari tímann vera runninn upp fyrir endurkomu Foden, sem hefur verið í kuldanum síðan í september.

„Ég er viss um að Foden sé ólmur í að spila aftur með strákunum, það verður gott að fá hann aftur inn í liðið. Við höfum mikla trú á þessum leikmanni rétt eins og Manchester City, þetta er kjörið tækifæri fyrir hann til að sýna hvað hann getur," sagði Southgate.

„Við erum búnir að ræða um það sem gerðist og það er að baki. Hann er búinn að vera eilítið stressaður en það er allt farið núna og hann er klár í slaginn."

Harry Kane mun leiða sóknarlínu Englendinga gegn Íslandi og er mögulegt að Jack Grealish verði ásamt Foden í byrjunarliðinu. England mun halda áfram að nota 3-4-3 uppstillinguna og yrði Grealish miðjumaður þar í stað þess að spila úti á vinstri kanti eins og í síðasta leik gegn Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner