Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 17. nóvember 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
HM félagsliða verður í febrúar
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur staðfest að HM félagsliða muni fara fram þetta tímabilið þrátt fyrir hætturnar sem stafa af Covid-19 faraldrinum og takmarkanir sem hafa verið settar á víða um heim.

HM er vanalega haldið í desember en það átti að fara fram með breyttu sniði í Kína næsta sumar. Keppnina átti að stækka í 24 lið og átti hún að fara fram í júní og júlí en hætt var við þau áform vegna áhrifa kórónuveirunnar á undankeppnir fyrir EM20 og Suður-Ameríkubikarinn.

Keppnin verður því haldin 1. - 11. febrúar 2021 í Katar. FC Bayern mun spila fyrir hönd Evrópu en Liverpool vann í fyrra eftir sigur gegn Flamengo í uppbótartíma.

Ekkert annað lið hefur tryggt sér þátttökurétt á HM að undanskildu Al-Duhail, sem vann efstu deild í Katar. Bestu lið hverrar heimsálfu munu einnig taka þátt í mótinu en ekkert lið utan Evrópu hefur unnið keppnina síðan Corinthians lagði Chelsea að velli 2012.

Þá hefur FIFA ákveðið að færa HM kvenna U17 og U20 til 2022.
Athugasemdir
banner
banner