Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. febrúar 2020 15:00
Fótbolti.net
„Lampard farinn að tala aumingjalega"
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar hafa aðeins skotið á Frank Lampard, stjóra Chelsea, fyrir að vera klisjukenndur í afsökunum sínum eftir tapleiki. Lampard var kokhraustur fyrir tímabilið en er ekki sami töffarinn í viðtölum núna að mati Innkastsins á Fótbolta.net.

„Mér fannst mjög dapurt hjá Frank Lampard um daginn þegar hann fór að segja að það væri líklegt að Chelsea myndi missa af fjórða sætinu. Hann fór að tala árangurinn niður. Hann fór að tala aumingjalega," sagði Daníel Geir Moritz í nýjasta Innkastinu.„Fyrir tímabilið var hann nefnilega svo grjótharður."

„Hann þarf bera höfuðið hátt og vera aðeins meiri töffari. Ég er alveg sammála því," sagði Elvar.

Daníel var spurður að því hvaða einkunn hann myndi gefa Lampard fyrir árangur Chelsea hingað til.

„Ég myndi gefa honum 7 til 7,5. Árangurinn er nefnilega viðunandi. Ég gef honum þessa einkunn fyrir tímabilið hingað til en hann þarf að halda vel á spilunum," svaraði Daníel.

Chelsea er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en lið eru að narta í hæla þeirra.
Innkastið - VAR fellur með Man Utd og Arsenal fer með himinskautum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner