Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fim 18. apríl 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jelena Kujundzic (Þróttur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrædd við mig?
Hrædd við mig?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Comedy all day, every day.
Comedy all day, every day.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klikkuð.
Klikkuð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heldur öllum á lífi.
Heldur öllum á lífi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftur í Laugardalinn.
Aftur í Laugardalinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í að Besta deild kvenna hefjast, á Fótbolta.net er spáin í blússandi gangi og komið er að því að kynna leikmann úr liðinu sem spáð er 6. sæti í sumar.

Jelena hefur leikið með Þrótti allan sinn feril og byrjaði hún að spila með meistaraflokki árið 2018 í 1. deildinni. Hún er í lykilhlutverki í liðinu og lék 22 af 23 leikjum liðsins í fyrra. Hún á að baki níu leiki fyrir yngri landslið Íslands og þar af eru tveir leikir með U23 landsliðinu í fyrra.

Í dag sýnir Jelena á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Jelena Tinna Kujundzic

Gælunafn: Er kölluð stundum Jella af stelpunum

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Minnir að fyrsti meistaraflokks leikurinn hafi verið 2018

Uppáhalds drykkur: nocco og pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Pure Deli

Hvernig bíl áttu: Fæ bílinn stundum lánaðan hjá kærasta mínum

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Neibb ekkert svoleiðis

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl

Uppáhalds tónlistarmaður: The Weeknd

Uppáhalds hlaðvarp: fm95blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: fótbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ´´ég hringi eftir smá‘‘

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Bíð spennt eftir að takast á við Katie, hún er rosaleg!

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bætti mig mjög mikið sem leikmaður þegar Nik Chamberlain og Edda Garðars þjálfaðu mig en er mjög spennt fyrir tímabilinu með Óla þar sem hann er mjög metnaðarfullur og góður þjálfari.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Það getur verið erfitt að dekka Caroline á æfingum, konan er út um allt.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Bróðir minn

Sætasti sigurinn: Þegar við komust upp í pepsi og komast í úrslit í bikar

Mestu vonbrigðin: Þegar við töpuðum úrslitaleiknum í bikarnum árið 2021

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í að fá Andreu Rut til baka í dalinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Brynja Rán Knudsen

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Minn maður en hann er hættur, þannig ég segi pass.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sierra Lelii

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hildur Laila Hákonardóttir er alveg svakaleg!

Uppáhalds staður á Íslandi: Elska Laugardalinn, en finnst alltaf jafn kósy að fara upp í búðstað.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í þau fáu skipti sem ég skora

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei eiginlega ekki en reyni oftast að borða það sama fyrir leiki og tek stundum power nap.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég og Sóley María fórum báðar í boltann í leik og við hittum ekki í boltann og tækluðum hvor aðra þannig gellan komst í gegn og skoraði, fengum að heyra það eftir leikinn en hlægjum af því í dag.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi taka Álfu svona aðallega til þess að ég myndi lifa þetta af. Svo myndi ég taka Sóleyju til að hafa eina sem er klikkaðari en ég. Síðan myndi ég taka Freyju fyrir stemmninguna.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi búa til reality show um Freyju því hún er comedy all day every day.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það stóð á mjög tæpu þegar ég þurfti að velja á milli körfuboltans og fótboltans

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Sæunn, var alltaf smá hrædd við hana en hún er algjör drottning

Hverju laugstu síðast: Að ég væri á leiðinni en var bara upp í sófa að horfa á Tiktok

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: löng upphitun og hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner