Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 18. apríl 2025 19:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög sannfærandi. Mér fannst við eiga að skora fleiri mörk en gott að klára sigur, halda hrienu og áfram í bikar," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson eftir sigur KA gegn KFA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 4 -  0 KFA

„Þeir voru þéttir og hentu sér fyrir alla bolta. Við þurftum smá þolinmæði til að negla fyrsta markið inn, því miður fyrir þá var það svolítið klaufalegt mark."

KA er ríkjandi bikarmeistari og setur að sjálfsögðu markið á að verja titilinn.

„Það er auðvitað markmiðið. Við erum búnir að standa okkur vel í bikarnum síðustu þrjú ár. Víkingur datt út og ég held að öll lið hafi hugsað öll lið væru eini skrefi nær að vinna þetta. Vonandi fáum við drátt heima næst og höldum leiðinni áfram í úrslitaleikinn," sagði Hallgrímur.

Marcel Römer gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum og hann kom inn á í kvöld og skoraði.

„Hann skoraði þannig það var eins gott og það gat verið. Hann virkar traustur spilari, harður, góður og á eftir að reynast okkur mjög vel," sagði Hallgrímur.
Athugasemdir
banner