
„Þetta var mjög sannfærandi. Mér fannst við eiga að skora fleiri mörk en gott að klára sigur, halda hrienu og áfram í bikar," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson eftir sigur KA gegn KFA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: KA 4 - 0 KFA
„Þeir voru þéttir og hentu sér fyrir alla bolta. Við þurftum smá þolinmæði til að negla fyrsta markið inn, því miður fyrir þá var það svolítið klaufalegt mark."
KA er ríkjandi bikarmeistari og setur að sjálfsögðu markið á að verja titilinn.
„Það er auðvitað markmiðið. Við erum búnir að standa okkur vel í bikarnum síðustu þrjú ár. Víkingur datt út og ég held að öll lið hafi hugsað öll lið væru eini skrefi nær að vinna þetta. Vonandi fáum við drátt heima næst og höldum leiðinni áfram í úrslitaleikinn," sagði Hallgrímur.
Marcel Römer gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum og hann kom inn á í kvöld og skoraði.
„Hann skoraði þannig það var eins gott og það gat verið. Hann virkar traustur spilari, harður, góður og á eftir að reynast okkur mjög vel," sagði Hallgrímur.
Athugasemdir