"Ég er mjög svekktur að fá núll stig fyrir þessa frammistöðu. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá var það súrt," sagði Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 1 - 0 FH
Þessi lið spiluðu reglulega stóra leiki fyrir um áratug síðan þegar KR og FH voru að berjast um alla titla. Leikurinn í kvöld minnti að mörgu leyti á þá gömlu tíma. Rúnar og Heimir að stýra liðunum, fljúgandi tæklingar og mikill harka. 1.500 manns í stúkunni og rauða ljónið að skemmta mannskapnum.
"Þetta var þannig í kvöld. Þó rígurinn hafi kannski dofnað eitthvað þá eru þessir leikir alltaf stórleikir. Sérstaklega núna þegar við erum á svipuðu róli í deildinni. KR-ingar náðu 4. sætinu tímabundið en við ætlum að ná því aftur."
Félagaskiptaglugginn en eins og stendur er FH í félagaskiptabanni og getur ekki styrkt liðið. "Þetta er ekki ákjósanlegt. Það er verið að vinna í þessum málum og ég trúi ekki öðru en að þetta leysist og við getum styrkt okkur."