Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 18. júlí 2024 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves. Breiðablik vann 3-1 og þar af leiðandi samtals 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Við gerðum þetta kannski full erfitt, bæði í útileiknum og hérna heima, en við erum áfram og það er það sem skiptir máli."

Það rigndi all svakalega fyrir leik og það var þar af leiðandi mjög blautt inn á vellinum í dag. Anton segir að honum og liðinu hafi þótt það henta þeim vel.

„Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld. Það er bara drauma fótbolta veður þegar það rignir bara beint niður og það er þokkalega heitt. Þannig það lagst bara mjög vel í okkur. Að fá á okkur mark þarna í byrjun var óþarfi af okkar hálfu, en við vorum rólegir. Við vissum að hér á Kópavogsvelli erum við vanir að geta þjarmað almennileg að þeim og skorað helling af mörkum, og skapa færi. Þannig að við panikkuðum ekkert, við héldum bara áfram. Við náðum að skora þjrú mörk og komast áfram."

Gestirnir fengu aukaspyrnu í uppbótartíma á upplögðum stað. Leikmaður þeirra skaut á markið og hitti boltan vel, Anton Ari var hinsvegar mættur og tók gríðarlega mikilvæga vörslu á ögurstundu.

„Það var bara ljómandi gott (að verja þetta), en bara ekki fagna of snemma því boltinn fór bara í horn. Þá þurfti bara að verjast þessu horni og sigla þessu heim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Anton nánar um leikinn og næsta andstæðing.


Athugasemdir
banner