Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fim 18. júlí 2024 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves. Breiðablik vann 3-1 og þar af leiðandi samtals 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Við gerðum þetta kannski full erfitt, bæði í útileiknum og hérna heima, en við erum áfram og það er það sem skiptir máli."

Það rigndi all svakalega fyrir leik og það var þar af leiðandi mjög blautt inn á vellinum í dag. Anton segir að honum og liðinu hafi þótt það henta þeim vel.

„Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld. Það er bara drauma fótbolta veður þegar það rignir bara beint niður og það er þokkalega heitt. Þannig það lagst bara mjög vel í okkur. Að fá á okkur mark þarna í byrjun var óþarfi af okkar hálfu, en við vorum rólegir. Við vissum að hér á Kópavogsvelli erum við vanir að geta þjarmað almennileg að þeim og skorað helling af mörkum, og skapa færi. Þannig að við panikkuðum ekkert, við héldum bara áfram. Við náðum að skora þjrú mörk og komast áfram."

Gestirnir fengu aukaspyrnu í uppbótartíma á upplögðum stað. Leikmaður þeirra skaut á markið og hitti boltan vel, Anton Ari var hinsvegar mættur og tók gríðarlega mikilvæga vörslu á ögurstundu.

„Það var bara ljómandi gott (að verja þetta), en bara ekki fagna of snemma því boltinn fór bara í horn. Þá þurfti bara að verjast þessu horni og sigla þessu heim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Anton nánar um leikinn og næsta andstæðing.


Athugasemdir
banner
banner