Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 18. júlí 2024 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves. Breiðablik vann 3-1 og þar af leiðandi samtals 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Við gerðum þetta kannski full erfitt, bæði í útileiknum og hérna heima, en við erum áfram og það er það sem skiptir máli."

Það rigndi all svakalega fyrir leik og það var þar af leiðandi mjög blautt inn á vellinum í dag. Anton segir að honum og liðinu hafi þótt það henta þeim vel.

„Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld. Það er bara drauma fótbolta veður þegar það rignir bara beint niður og það er þokkalega heitt. Þannig það lagst bara mjög vel í okkur. Að fá á okkur mark þarna í byrjun var óþarfi af okkar hálfu, en við vorum rólegir. Við vissum að hér á Kópavogsvelli erum við vanir að geta þjarmað almennileg að þeim og skorað helling af mörkum, og skapa færi. Þannig að við panikkuðum ekkert, við héldum bara áfram. Við náðum að skora þjrú mörk og komast áfram."

Gestirnir fengu aukaspyrnu í uppbótartíma á upplögðum stað. Leikmaður þeirra skaut á markið og hitti boltan vel, Anton Ari var hinsvegar mættur og tók gríðarlega mikilvæga vörslu á ögurstundu.

„Það var bara ljómandi gott (að verja þetta), en bara ekki fagna of snemma því boltinn fór bara í horn. Þá þurfti bara að verjast þessu horni og sigla þessu heim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Anton nánar um leikinn og næsta andstæðing.


Athugasemdir
banner
banner