Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   fim 18. júlí 2024 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans sigraði Norður-Makedónska liðið GFK Tikves. Breiðablik vann 3-1 og þar af leiðandi samtals 5-4 í einvíginu.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Tikves

„Við gerðum þetta kannski full erfitt, bæði í útileiknum og hérna heima, en við erum áfram og það er það sem skiptir máli."

Það rigndi all svakalega fyrir leik og það var þar af leiðandi mjög blautt inn á vellinum í dag. Anton segir að honum og liðinu hafi þótt það henta þeim vel.

„Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld. Það er bara drauma fótbolta veður þegar það rignir bara beint niður og það er þokkalega heitt. Þannig það lagst bara mjög vel í okkur. Að fá á okkur mark þarna í byrjun var óþarfi af okkar hálfu, en við vorum rólegir. Við vissum að hér á Kópavogsvelli erum við vanir að geta þjarmað almennileg að þeim og skorað helling af mörkum, og skapa færi. Þannig að við panikkuðum ekkert, við héldum bara áfram. Við náðum að skora þjrú mörk og komast áfram."

Gestirnir fengu aukaspyrnu í uppbótartíma á upplögðum stað. Leikmaður þeirra skaut á markið og hitti boltan vel, Anton Ari var hinsvegar mættur og tók gríðarlega mikilvæga vörslu á ögurstundu.

„Það var bara ljómandi gott (að verja þetta), en bara ekki fagna of snemma því boltinn fór bara í horn. Þá þurfti bara að verjast þessu horni og sigla þessu heim."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Anton nánar um leikinn og næsta andstæðing.


Athugasemdir
banner