Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. ágúst 2022 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Mike Dean viðurkennir mistök - „Hefði átt að biðja Taylor um að skoða atvikið"
Mike Dean
Mike Dean
Mynd: Getty Images
Cristian Romero og Marc Cucurella í leiknum
Cristian Romero og Marc Cucurella í leiknum
Mynd: Getty Images
Enski dómarinn Mike Dean hefur viðurkennt að hann gerði mistök í leik Chelsea og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Dean lagði flautuna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann mun þó halda áfram að sinna störfum utan vallar.

Hann var í VAR-herberginu yfir leik Chelsea og Tottenham um helgina en þar kom upp atvik sem hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga.

Undir lok leiks fékk Tottenham hornspyrnu. Argentínski miðvörðurinn Cristian Romero reif í hár Marc Cucurella í hornspyrnunni og stuttu síðar skoraði Harry Kane jöfnunarmark Tottenham.

Dean sá ekkert athugavert við verknað Romero þegar hann skoðaði atvikið í VAR-herberginu, en eftir að hafa skoðað það betur eftir leikinn þá viðurkennir Englendingurinn að hann hafi átt að biðja Anthony Taylor, dómara leiksins, um að skoða atvikið á VAR-skjá á vellinum.

„Á þessum fáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið er Romero reif í hárið á Cucurella þá taldi ég þetta ekki vera ofsafengið brot. Ég hef síðan þá skoðað upptökur af þessu og rætt við aðra dómara og nú er ég á því máli að ég hefði átt að biðja Taylor um fara að skjánum og leyfa honum að skoða það nánar."

„Dómarinn úti á velli á alltaf síðasta orðið. Þetta sýnir það að það skiptir engu máli hvað maður er með mikla reynslu og nú hef ég eytt meira en tveimur áratugum sem dómari í ensku úrvalsdeildinni en maður er alltaf að læra í þessu. Þetta voru ákveðin vonbrigði fyrir mig því þetta var eitt atvik í annars afar góðri helgi hjá dómurunum. Ávarðanir eru umdeildar; það er líf dómarans,"
skrifaði Dean á Daily Mail.


Athugasemdir
banner
banner
banner