Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mið 18. september 2019 22:33
Magnús Þór Jónsson
Helgi Sig: Óþolandi að menn fá ekki athygli því þeir eru í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson Fylkisþjálfari var kátur í leikslok 3-1 sigurs á Víkingum í kvöld.

"Ég er mjög sáttur með strákana.  Í kvöld var þetta sigur liðsheildarinnar þar sem allir voru að leggja sig fram.

Nú erum við komnir í þá stöðu að vera komnir í 5.sætið og tveir leikir eftir.  Ég man bara ekkert hvenær Fylkir var síðast í þessari stöðu og ég er gríðarlega stoltur af strákunum."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Hann hélt áfram:

"Við erum í byrjunarliðinu með 9 uppalda leikmenn, um 90% eru Fylkismenn og ég held að það sé hægt að vera stoltur af þessu liði."

Tilkynnt var um það í liðinni viku að Helgi og Fylkir hefðu komist að samkomulagi um hans starfslok, er hann sáttur við að hætta?

"Jájá, þetta var í engu illu.  Ég er búinn að leggja líf og sál í þetta eins og ég geri með öll verkefni.  Ég kem þegar þeir falla niður í Inkasso, kem þeim upp og stabílisera í fyrra.  Núna erum við í efri hluta deildarinnar og það hefur verið mikil og góð þróun á liðinu.

Ég get verið hrikalega stoltur, aðallega af strákunum því það eru þeir sem vinna verkin inni á vellinum og það hafa þeir gert aftur og aftur og aldrei gefist upp.  Við erum með fullt af góðum leikmönnum hérna, ég nenni ekki einu sinni að telja þá alla upp en það er óþolandi að þeir fá enga athygli af því þeir eru í Fylki.  Ég held að fréttamenn ættu almennt að taka það til sín að það er alltof lítið fjallað um það hvað það eru góðir leikmenn hér því þeir eiga það svo sannarlega skilið."


Verður hann áfram í þjálfaraúlpunni?

"Ég er langt frá því að vera hættur í þjálfun!"

Nánar er rætt við Helga í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner