Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   mið 18. september 2019 22:33
Magnús Þór Jónsson
Helgi Sig: Óþolandi að menn fá ekki athygli því þeir eru í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson Fylkisþjálfari var kátur í leikslok 3-1 sigurs á Víkingum í kvöld.

"Ég er mjög sáttur með strákana.  Í kvöld var þetta sigur liðsheildarinnar þar sem allir voru að leggja sig fram.

Nú erum við komnir í þá stöðu að vera komnir í 5.sætið og tveir leikir eftir.  Ég man bara ekkert hvenær Fylkir var síðast í þessari stöðu og ég er gríðarlega stoltur af strákunum."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Hann hélt áfram:

"Við erum í byrjunarliðinu með 9 uppalda leikmenn, um 90% eru Fylkismenn og ég held að það sé hægt að vera stoltur af þessu liði."

Tilkynnt var um það í liðinni viku að Helgi og Fylkir hefðu komist að samkomulagi um hans starfslok, er hann sáttur við að hætta?

"Jájá, þetta var í engu illu.  Ég er búinn að leggja líf og sál í þetta eins og ég geri með öll verkefni.  Ég kem þegar þeir falla niður í Inkasso, kem þeim upp og stabílisera í fyrra.  Núna erum við í efri hluta deildarinnar og það hefur verið mikil og góð þróun á liðinu.

Ég get verið hrikalega stoltur, aðallega af strákunum því það eru þeir sem vinna verkin inni á vellinum og það hafa þeir gert aftur og aftur og aldrei gefist upp.  Við erum með fullt af góðum leikmönnum hérna, ég nenni ekki einu sinni að telja þá alla upp en það er óþolandi að þeir fá enga athygli af því þeir eru í Fylki.  Ég held að fréttamenn ættu almennt að taka það til sín að það er alltof lítið fjallað um það hvað það eru góðir leikmenn hér því þeir eiga það svo sannarlega skilið."


Verður hann áfram í þjálfaraúlpunni?

"Ég er langt frá því að vera hættur í þjálfun!"

Nánar er rætt við Helga í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner