Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mið 18. september 2019 22:33
Magnús Þór Jónsson
Helgi Sig: Óþolandi að menn fá ekki athygli því þeir eru í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson Fylkisþjálfari var kátur í leikslok 3-1 sigurs á Víkingum í kvöld.

"Ég er mjög sáttur með strákana.  Í kvöld var þetta sigur liðsheildarinnar þar sem allir voru að leggja sig fram.

Nú erum við komnir í þá stöðu að vera komnir í 5.sætið og tveir leikir eftir.  Ég man bara ekkert hvenær Fylkir var síðast í þessari stöðu og ég er gríðarlega stoltur af strákunum."

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 Víkingur R.

Hann hélt áfram:

"Við erum í byrjunarliðinu með 9 uppalda leikmenn, um 90% eru Fylkismenn og ég held að það sé hægt að vera stoltur af þessu liði."

Tilkynnt var um það í liðinni viku að Helgi og Fylkir hefðu komist að samkomulagi um hans starfslok, er hann sáttur við að hætta?

"Jájá, þetta var í engu illu.  Ég er búinn að leggja líf og sál í þetta eins og ég geri með öll verkefni.  Ég kem þegar þeir falla niður í Inkasso, kem þeim upp og stabílisera í fyrra.  Núna erum við í efri hluta deildarinnar og það hefur verið mikil og góð þróun á liðinu.

Ég get verið hrikalega stoltur, aðallega af strákunum því það eru þeir sem vinna verkin inni á vellinum og það hafa þeir gert aftur og aftur og aldrei gefist upp.  Við erum með fullt af góðum leikmönnum hérna, ég nenni ekki einu sinni að telja þá alla upp en það er óþolandi að þeir fá enga athygli af því þeir eru í Fylki.  Ég held að fréttamenn ættu almennt að taka það til sín að það er alltof lítið fjallað um það hvað það eru góðir leikmenn hér því þeir eiga það svo sannarlega skilið."


Verður hann áfram í þjálfaraúlpunni?

"Ég er langt frá því að vera hættur í þjálfun!"

Nánar er rætt við Helga í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner
banner