fös 18. október 2019 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Ingibergur Kort hjá Fjölni næstu tvö ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibergur Kort Sigurðsson er búinn að skrifa undir samning við Fjölni sem gildir næstu tvö árin.

Ingibergur er fæddur 1998 og lék mikilvægt hlutverk er Fjölnir endaði í öðru sæti í Inkasso-deildinni í ár. Hann skoraði 7 mörk í 21 deildarleik.

Ingibergur lék fyrst fyrir Fjölni sumarið 2016 og náði að safna 10 leikjum í efstu deild áður en hann hélt út að láni til Víkings Ó. í fyrra.

Ingibergur hefur skorað 24 mörk í 96 leikjum hér á landi þrátt fyrir ungan aldur. Það verður áhugavert að fylgjast með honum reyna fyrir sér í efstu deild þar sem hann á enn eftir að skora.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner