Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. október 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Sigríður Lára í viðræðum við sex félög
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir er þessa dagana í viðræðum við fjögur félög samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Sigríður Lára nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við ÍBV í síðustu viku og er að skoða sín mál.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur hún rætt við Selfoss, Þór/KA, Stjörnuna, Fylki og FH auk þess sem hún hefur rætt við ÍBV um nýjan samning.

Sigríður Lára er 25 ára miðjumaður en hún er uppalin hjá ÍBV og skoraði þrjú mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Samtals hefur Sigríður Lára skorað 22 mörk í 143 leikjum með ÍBV í efstu deild en hún á 18 A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner