Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 18. desember 2022 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Argentínu: Di María, Mac Allister og Messi í sérflokki
Angel Di María var magnaður
Angel Di María var magnaður
Mynd: EPA
Alexis Mac Allister átti leik lífs síns
Alexis Mac Allister átti leik lífs síns
Mynd: EPA
Emiliano Martínez er besti markvörður mótsins og átti hann enn einn stórleikinn í kvöld
Emiliano Martínez er besti markvörður mótsins og átti hann enn einn stórleikinn í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Argentínska landsliðið vann þriðja heimsmeistaratitil sinn í sögunni eftir að hafa unnið Frakkland í vítakeppni í besta úrslitaleik HM frá upphafi. Sky Sports sér um einkunnagjöf.

Angel Di María kom aftur inn í byrjunarlið Argentínu og eignaði sér leikinn. Hann vann vítaspyrnuna sem Lionel Messi skoraði úr og bætti svo sjálfur við öðru marki leiksins.

Frammistaða hans var mögnuð og fær hann 9 fyrir hana. Lionel Messi og Alexis Mac Allister fá sömu einkunn.

Emiliano Martínez, Cristiano Romero og Rodrigo De Paul fá 8, en Martínez átti eina bestu vörslu leiksins undir lok framlengingarinnar á meðan Romero stóð vaktina í vörninni fyrir framan hann.

Emiliano Martínez (8) - Framkvæmdi stórbrotna vörslu frá Randal Kolo Muani undir lok leiksins áður en hann varði eitt víti í vítakeppninni. Verið ótrúlega mikilvægur á þessu móti.

Nahuel Molina (6) - Hélt Mbappe í skefjum í fyrri hálfleiknum en Frakkinn skoraði tvö í þeim síðari. Ágætis frammstaða hjá Molina í heildina.

Cristian Romero (8)- Getur elskað hann eða hatað hann, en Argentínumaðurinn setti tóninn í vörninni frá fyrstu mínútu.

Nicolas Otamendi (6)- Var að spila ótrúlega vel eða alveg þangað til að hann gaf Frökkum víti og kom þeim inn í leikinn.

Nicolas Tagliafico (7)- Lokaði alveg á Ousmane Dembele sem var síðan skipt af velli í fyrri hálfleik. Góð frammistaða frá honum.

Angel Di María (9)- Magnaður í þessum leik. Kom aftur inn í liðið, vann vítaspyrnu og skoraði annað mark Argentínu. Allt breyttist eftir að hann fór af velli.

Rodrigo De Paul (8)- Frábær bæði í vörn og sókn. Spilaði hægra megin á miðjunni, gaf marga möguleika í sókninni og var svo góður í að hjálpa Molina í vörninni.

Enzo Fernandez (6)- Hjálpaði Argentínumönnum að taka öll völd á vellinum en dró aðeins úr honum eftir að Frakkar komust inn í leikinn.

Alexis Mac Allister (9)- Besta frammistaða í lífi hans og hann geymdi hana fyrir úrslitaleikinn á HM. Stórkostlegur.

Lionel Messi (9)- Nýtti sér ódýra vítið sem Argentína fékk og var einn besti maður leiksins í síðasta leik hans á HM. Skoraði svo annað mark og átti ískalda afgreiðslu í vítakeppninni.

Julian Alvarez (7)- Féll svolítið í skuggann á Messi og Di María en skilaði samt sínu.

Varamenn:

Marcos Acuna (6)- Allt breyttist eftir að hann kom inn fyrir Di María. Alls ekki honum að kenna, enda tveir ólíkir leikmenn, en Argentína missti stjórn á leiknum eftir að Di María fór útaf.

Gonzalo Montiel (6)- Fékk á sig vítaspyrnu í framlengingunni er hann handlék knöttinn. Tryggði samt sigurinn í vítakeppninni og því allt fyrirgefið.

Lautaro Martínez (4)- Mikil vonbrigði á þessu móti. Fékk nokkur góð færi í leiknum en nýtti ekki. Vissulega skoraði Messi úr frákasti eftir að Hugo Lloris varði frá Martínez, en ekki alveg hans mót.
Athugasemdir
banner
banner