Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 19. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu"
Mynd: Alfons
Alfons Sampsted rifjaði upp skemmtilegt atvik þegar hann sagði frá 'Hinni hliðinni' sinni í dag.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: „Arnór Gauti, leikmaður Fylkis, sagði frá þessu á sínum tíma, en við gerðum veðmál að ef að ég myndi skora í næsta leik, sem var með U21 gegn Georgíu, þá myndi hann tattooa nafnið mitt á sig. En til að gera langa sögu stutta þá átti hann þessa dýrindis sendingu á fjær stöngina þar sem ég var mættur og skoraði," sagði Alfons.

Fyrir tæpum þremur árum sagði Arnór þessa sögu og hér er hans frásögn; „Þegar við vorum í Georgíu með U21 þá var Alfons Sampsted vinur minn eitthvað að tala um að hann skori svo sjaldan mörk í leikjum. Ég hét á hann að ef hann myndi skora á móti Georgíu þá myndi ég fá mér tattoo með nafninu hans."

„Og viti menn hann skoraði gullfallegt mark eftir stoðsendingu frá mér. Ef videoið af markinu er skoðað sést að ég tek um höfðuðið á mér þegar hann setur hann, ég fattaði strax hvað ég var búin að koma mér útí og að sjálfsögðu mun ég standa við þetta loforð,"
sagði Arnór Gauti.

Flúrið komið til að vera
Fréttaritari ákvað að heyra í Arnóri og spyrja hann nánar út í húðflúrið. Fréttaritari spurði hann út í flúrið fræga en Arnór var ekki alveg viss um hvað af flúrunum það væri, þau væru orðin svo mörg.

Arnór sagði að aðeins eitt annað væri fótboltatengt og má sjá mynd af því hér neðst í fréttinni. En hefur húðflúrið A. Sampsted dregið einhvern dilk á eftir sér?

„Nei þetta er bara skemmtileg minning sem hefur fengið góð viðbrögð og jákvæða athygli, ekki bara að ég lagði upp markið hans Alfonsar heldur skoraði ég mín fyrstu tvö landsliðsmörk, stend við mín loforð! Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu," sagði Arnór við Fótbolta.net.

Myndskeið af stoðsendingunni og markinu má sjá efst í spilaranum.

Kemur til greina að fela þetta flúr? „Ekki séns, myndi aldrei detta það i hug! Þetta flúr er komið til að vera!"

Sjá einnig:
Hin hliðin - Alfons Sampsted (Bodö/Glimt)
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner