Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 19. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu"
Mynd: Alfons
Alfons Sampsted rifjaði upp skemmtilegt atvik þegar hann sagði frá 'Hinni hliðinni' sinni í dag.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: „Arnór Gauti, leikmaður Fylkis, sagði frá þessu á sínum tíma, en við gerðum veðmál að ef að ég myndi skora í næsta leik, sem var með U21 gegn Georgíu, þá myndi hann tattooa nafnið mitt á sig. En til að gera langa sögu stutta þá átti hann þessa dýrindis sendingu á fjær stöngina þar sem ég var mættur og skoraði," sagði Alfons.

Fyrir tæpum þremur árum sagði Arnór þessa sögu og hér er hans frásögn; „Þegar við vorum í Georgíu með U21 þá var Alfons Sampsted vinur minn eitthvað að tala um að hann skori svo sjaldan mörk í leikjum. Ég hét á hann að ef hann myndi skora á móti Georgíu þá myndi ég fá mér tattoo með nafninu hans."

„Og viti menn hann skoraði gullfallegt mark eftir stoðsendingu frá mér. Ef videoið af markinu er skoðað sést að ég tek um höfðuðið á mér þegar hann setur hann, ég fattaði strax hvað ég var búin að koma mér útí og að sjálfsögðu mun ég standa við þetta loforð,"
sagði Arnór Gauti.

Flúrið komið til að vera
Fréttaritari ákvað að heyra í Arnóri og spyrja hann nánar út í húðflúrið. Fréttaritari spurði hann út í flúrið fræga en Arnór var ekki alveg viss um hvað af flúrunum það væri, þau væru orðin svo mörg.

Arnór sagði að aðeins eitt annað væri fótboltatengt og má sjá mynd af því hér neðst í fréttinni. En hefur húðflúrið A. Sampsted dregið einhvern dilk á eftir sér?

„Nei þetta er bara skemmtileg minning sem hefur fengið góð viðbrögð og jákvæða athygli, ekki bara að ég lagði upp markið hans Alfonsar heldur skoraði ég mín fyrstu tvö landsliðsmörk, stend við mín loforð! Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu," sagði Arnór við Fótbolta.net.

Myndskeið af stoðsendingunni og markinu má sjá efst í spilaranum.

Kemur til greina að fela þetta flúr? „Ekki séns, myndi aldrei detta það i hug! Þetta flúr er komið til að vera!"

Sjá einnig:
Hin hliðin - Alfons Sampsted (Bodö/Glimt)
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner