Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. mars 2020 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliði Bournemouth óttast að tímabilið verði ekki klárað
Mynd: Getty Images
Simon Francis, varnarmaður og fyrirliði Bournemouth, óttast að tímabilið verði ekki klárað.

Hann segist ólmur vilja klára tímabilið en það er ljóst að það kæmi sér vel fyrir Bournemouth að byrja uppá nýtt. Liðið er í harðri fallbaráttu þegar níu umferðir eru eftir af tímabilinu.

„Það er möguleiki að tímabilið verði ekki klárað," sagði hinn 35 ára gamli Francis við BBC Sport. „Við verðum samt að klára tímabilið og ég er viss um að aðrir leikmenn í fallbaráttuliðum séu sammála mér.

„Við verðum að sanna fyrir sjálfum okkur að við getum haldið okkur í deildinni. Ég vona að við fáum að klára tímabilið."


Francis var spurður út í framtíðina en samningur hans við Bournemouth rennur út í sumar.

„Hvað sem gerist þá held ég að framtíðin mín sé í Bournemouth. Ég elska þetta svæði og ég veit að ég mun halda áfram að búa hérna með fjölskyldunni eftir að knattspyrnuferlinum lýkur.

„Ég væri til í að spila annað ár með félaginu en það er ríkir óvissa með samningsmál hjá mér og mörgum öðrum vegna kórónaveirunnar."

Athugasemdir
banner
banner