Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 19. mars 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Haaland: Hvert einasta mark skiptir mig miklu máli
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði sjöttu þrennuna á tímabilinu í 6-0 bikarsigrinum á Burnley í gær en hann er nú með átta mörk í síðustu tveimur leikjum.

Haaland skoraði fimm mörk í 7-0 sigri Man City á RB Leipzig í Meistaradeildinni á dögunum og fylgdi því vel á eftir með að hlaða í þrennu í gær.

Hann er nú með 42 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og er nálægt því að bæta met Ruud van Nistelrooy frá 2003, en Hollendingur er sá leikmaður sem er með flest mörk á einu tímabili úr ensku úrvalsdeildinni.

„Síðustu tveir leikir hafa verið ansi góðir og mjög mikilvægir leikir. Það að vinna 7-0 og 6-0 rétt fyrir landsleikina er áhrifamikið og er ég mjög ánægður.“

„Hvert einasta mark fyrir liðið skiptir mig miklu máli. Þetta var frábær sigur gegn mjög góðu liði Burnley. Ég er rosalega ánægður og næsti leikur er núna á Wembley.“

„Ég held að við séum á þeim hluta tímabilsins þar sem við eigum að vera upp á okkar besta. Auðvitað eigum við alltaf að vera það en við verðum að leggja okkur fram í hverjum einasta leik. Síðustu leikir hafa verið úrslitaleikir og það er nákvæmlega það sem við höfum verið að gera.“


Haaland er ekki farinn að setja niður markmið fyrir næsta tímabil.

„Nei, ég hef ekki gert það. Ég er framherji og elska að skora mörk, en einbeiting mín er ekki á að skora mörk heldur að komast í færi og ef það gerist þá eru góðar líkur á að ég kem boltanum í markið,“ sagði Haaland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner