Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini útskýrir fjölgun miðjumanna í hópnum
Icelandair
Hildur kemur inn í hópinn eftir meiðsli.
Hildur kemur inn í hópinn eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bryndís er ekki í hópnum fyrir komandi leiki.
Bryndís er ekki í hópnum fyrir komandi leiki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli þegar landsliðshópur kvenna fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni var kynntur að miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir kom inn í hópinn fyrir framherjann Bryndísi Örnu Níelsdóttur. Það er fjölgun á miðjumönnum í hónum.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson vakti athygli á því að þær Alexandra Jóhannsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir verða báðar í banni í fyrri leiknum.

„Maður þurfti aðeins að hugsa hlutina út frá því," sagði Steini.

„Hildur hefði svo sem komið inn í hópinn, en ástæðan fyrir því að ég er kannski með fleiri miðjumenn núna en áður er út af þessum leikbönnum."

Hildur er leikmaður Madrid CFF á Spáni og er að stíga upp úr meiðslum. „Hún er bara að æfa á fullu, hefur gert það í tvær og hálfa viku, þeir í Madríd vilja ekki að hún spili núna um helgina en stefnt er að hún spili helgina þar á eftir. Það er farið varlega með hana, gert skynsamlega sem ég er sáttur með. Við horfum líka í það að það er ekkert endilega víst að hún sé tilbúin í að spila tvo leiki á svona skömmum tíma."

Ísland mætir Noregi 4. apríl og Sviss svo 8. apríl. Báðir leikir fara fram á heimavelli Þróttar, AVIS vellinum í Laugardal.

Miðjumennirnir í hópnum
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 16 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstads DFF - 51 leikur, 6 mörk
Andrea Rán Hauksdóttir - Tampa Bay Sun - 14 leikir, 2 mörk
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 115 leikir, 38 mörk
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 22 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristianstads DFF - 5 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 49 leikir, 11 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 23 leikir, 2 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner