
Sindri Þór Ingimarsson skoraði hádramatísk sigurmark í kvöld á 122. mínútu þegar Stjarnan lagði ÍBV 1-0 í 32 liða úrslitum Mjólkubikarsins.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 ÍBV
„Ég er bara mjög ánægður, ég var ekki alvega að nenna vító. Það var smá stress þarna okkur tókst að klúðra nokkrum sitterum þannig það er fínt að klára þetta á 120. mínútu"
Sagði Sindri en hann er varnarmaður og hefur ekki skorað mörg mörk á sínum ferli og því hlítur þetta mark að vera sérlega sætt.
„Já þetta var líka fyrsta markið fyrir Stjörnuna þannig að það er alltaf sætt líka og það skemmir ekki að það var á 120. mínútu eins og ég sagði áðan."
Stjarnan hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni hingað til og þetta er því fyrsti sigur Stjörnunnar á tímabilinu.
„Við náðum að halda hreinu í dag, við erum búnir að fá tvö mörk, og svo eitt mark á okkur í síðasta leik þannig að það er alltaf gaman að halda hreinu og við sýndum bara karakter í dag. Vinna návígin og gott að ná að skora í lokin."
Þetta mark var einnig fyrsta mark sem Stjarnan hefur skorað á tímabilinu og það gæti verið áhyggjuefni fyrir liðið ef þeim gengur illa að skora.
„Alls ekki við erum að komast í fín færi, það er stutt í að þetta detti inn og þá fara þessir ungu strákar að skora helling af mörkum þannig ég er ekkert stressaður. Bara að halda áfram."
Stjörnunni var spáð 6. sæti í Bestu deildinni fyrir tímabil en hver eru markmið þeirra?
„Það er bara að taka einn leik í einu, það er mikilvægt að frammistaðan sé í lagi, bæði í æfingum og í leikjum. Það er svona okkar markmið og við vitum alveg að stigin munu fylgja ef við erum að spila vel og vinna návígin og þora að spila boltanum. Það er svona fyrst og fremst markmiðið í sumar."
Eins og fram hefur komið er þetta fyrsta mark Sindra fyrir Stjörnuna en verður því þá eitthvað fagnað í kvöld?
„Já já 100%. Sumardagurinn fyrsti á morgun. Æfing 9 og svo dæma á tíu mótinu. Það er geggjað".
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.