Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 19. júlí 2019 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Stefáns: Vonandi lærir hún af þessu
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svekkelsi. Við ætluðum okkur sigur í dag," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-0 tap gegn Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  1 Selfoss

„Þær fá bara þetta mark. Við héldum á boltanum og rúllum honum út. Þær stela útkasti markvarðar og ná að stinga sér inn og skora. Við björgum vissulega einu sinni á línu, en við áttum líka okkar færi."

Grace Rapp skoraði eina mark leiksins á 75. mínútu. Markið kom eftir mistök hjá hinni efnilegu Cecilíu í marki Fylki.

„Hún er ungur markvörður og gerir mistök. Hún stóð sig vel í leiknum og við verðum að taka það inn. Það er oft þetta sem veldur að maður tapar leikjum, svona einstaklingsmistök. Hún er oft búin að standa sig frábærlega og vonandi lærir hún af þessu," sagði Kjartan.

„Ég hefði viljað sjá okkur betri í sóknarleiknum. Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur niðri og vera beittari í sóknarleiknum. Gæðalega vorum við ekki nógu góðar á síðasta þriðjungnum."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner