Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. september 2022 14:06
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Kári markakóngur Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Kjartan Kári Halldórsson, Gróttu, er markakóngur Lengjudeildarinnar.
Kjartan Kári Halldórsson, Gróttu, er markakóngur Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áki Sölvason var markahæstur í 2. deild.
Áki Sölvason var markahæstur í 2. deild.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Gróttu þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Grindavík í lokumferð Lengjudeildarinnar á laugardaginn. Kjartan endaði sem markakóngur deildarinnar með 17 mörk.

Kjartan, sem er 19 ára gamall, var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar og talið er ólíklegt að hann verði áfram í Lengjudeildinni á næsta ári.

Mathias Laursen í Fylki var næst markahæstur með 15 mörk og liðsfélagi hans Benedikt Daríus Garðarsson skoraði 14 mörk.

Í 2. deildinni var Áki Sölvason í Völsungi markahæstur en þessi lánsmaður frá KA skoraði 17 mörk.

Markahæstir eftir 22 umferðir í Bestu deildinni:
17 mörk - Nökkvi Þeyr Þórisson, KA (farinn til Belgíu)
15 - Guðmundur Magnússon, Fram
13 - Ísak Snær Þorvaldsson, Breiðablik
11 - Emil Atlason, Stjarnan
10 - Andri Rúnar Bjarnason, ÍBV

Markahæstir í Lengjudeildinni:
17 - Kjartan Kári Halldórsson, Grótta
15 - Mathias Laursen, Fylkir
14 - Benedikt Daríus Garðarsson, Fylkir
11 - Gonzalo Zamorano, Selfoss
11 - Harley Willard, Þór
10 - Marciano Aziz, Afturelding
10 - Stefán Ingi Sigurðarson, HK
10 - Hákon Ingi Jónsson, Fjölnir

Sjá einnig:
Lið ársins og bestu menn í Lengjudeildinni 2022

Markahæstir í 2. deildinni:
17 - Áki Sölvason, Völsungur
16 - Júlio Fernandes, KF
16 - Oumar Diouck, Njarðvík
11 - Sam Hewson, Þróttur
11 - Rafael Victor, Höttur/Huginn
11 - Abdul Karim Mansaray, KFA



Markahæstir í 3. deildinni:
17 - Jóhann Þór Arnarsson, Víðir
14 - Borja López Laguna, Dalvík/Reynir
13 - Andri Júlíusson, Kári
13 - Kári Pétursson, KFG
13 - Hermann Þór Ragnarsson, Sindri

Athugasemdir
banner
banner