Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 19. september 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tímabilið hófst með látum: Liverpool með mjög óvæntan sigur
Liverpool byrjaði tímabilið með óvæntum sigri.
Liverpool byrjaði tímabilið með óvæntum sigri.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeild kvenna í Englandi hófst um helgina en það fór heil umferð fram frá föstudegi til sunnudags.

Það voru heldur betur óvænt úrslit í gær þegar Englandsmeistarar Chelsea töpuðu gegn nýliðum Liverpool.

Öll þrjú mörk leiksins komu úr vítaspyrnum en hin bandaríska Katie Stengel gerði bæði mörk Liverpool eftir að Fran Kirby hafði komið Chelsea í forystu.

Lokatölur voru 2-1 og eru það gríðarlega óvænt úrslit. Arsenal og Manchester United byrjuðu á 4-0 sigrum, en Manchester City þurfti líka að sætta sig við óvænt tap. Þær töpuðu 4-3 gegn Aston Villa í bráðskemmtilegum leik.

Dagný Brynjarsdóttir var þá fyrirliði West Ham í sigri gegn Everton eins og fram kom í gær.

Það er óhætt að segja að enska úrvalsdeildin byrji með látum þetta tímabilið.

Úrslit 1. umferðar:
Arsenal 4 - 0 Brighton
Man Utd 4 - 0 Reading
Aston Villa 4 - 3 Man City
Leicester 1 - 2 Tottenham
West Ham 1 - 0 Everton
Liverpool 2 - 1 Chelsea
Athugasemdir
banner
banner